Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. maí 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher: Mjög gott tímabil en gæti orðið sérstakt
Carragher ræddi við Fótbolta.net
Liverpool spilar til úrslita í Meistaradeildinni.
Liverpool spilar til úrslita í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Coutinho var seldur til Barcelona í janúar. Carragher vill að Liverpool kaupi arftaka fyrir hann í sumar.
Coutinho var seldur til Barcelona í janúar. Carragher vill að Liverpool kaupi arftaka fyrir hann í sumar.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher er á Íslandi og mun hann mæta á árshátíð Liverpool klúbbsins annað kvöld.

Carragher þarf vart að kynna fyrir lesendum. Hann lék allan sinn feril með Liverpool, van Meistaradeildina og fjöldan allan af bikurum ásamt því að leika 38 landsleiki fyrir England.

Hann er í fyrsta sinn á Íslandi, en Daníel Geir Moritz náði að ræða við hann fyrir hönd Fótbolta.net.

„Gæti orðið sérstakt"
„Þetta hefur verið mjög gott tímabil fyrir Liverpool," sagði Carragher aðspurður út í tímabilið hjá sínu gamla félagi.

Liverpool endaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn verður um næstu helgi gegn Real Madrid.

„Þetta gæti orðið frábært tímbil ef þeir vinna úrslitaleikinn, ef þeir tapa úrslitaleiknum hefur þetta samt verið mjög gott tímabil. Liðið er komið aftur í Meistaradeildina og hefur sigrað Porto, Manchester City og Roma á leið sinni í úrslitaleikinn."

„Þetta hefur verið mjög gott tímabil en gæti orðið sérstakt."

Um möguleika Liverpool í úrslitaleiknum segir Carragher:

„Liverpool þarf að spila eins og þeir gerðu á heimavelli gegn Roma og Manchester City í Meistaradeildinni til þess að sigra Real Madrid. Þeir eru meira en færir um það."

„Fólk óttaðist það versta"
Liverpool missti Philippe Coutinho til Barcelona í janúar. Það hefur ekki haft eins mikil áhrif á liðið og búist var við.

„Þegar við misstum Coutinho í janúar óttaðist fólk það versta og ég gerði það líka," segir Carragher.

„Hann var örugglega okkar besti leikmaður á þessu tíma. Við fengum engan leikmann í sömu stöðu, en við fengum Virgil van Dijk og nú er liðið jafnvel sterkara."

„Spurningamerki voru sett við stjórann en Jurgen Klopp hafði rétt fyrir sér í þessu tilviki."

Carragher segir jafnframt að Coutinho hafi verið of dýr ef eitthvað er. Hann vill fá leikmann í stað Coutinho í sumar. „Vonandi getum við fengið hinn nýja Coutinho í sumar."

Sjá einnig:
Völdu leikmenn sem Klopp á að hugsa um að kaupa í sumar

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Jamie Carragher á Íslandi: Ég ætla í Bláa lónið
Athugasemdir
banner
banner