Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 18. maí 2018 12:48
Elvar Geir Magnússon
Hörður Björgvin: Gott að taka undirbúninginn í borginni sinni
Icelandair
Hörður var brosandi þrátt fyrir haglél á æfingu í dag!
Hörður var brosandi þrátt fyrir haglél á æfingu í dag!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm íslenskir landsliðsmenn eru farnir að hefja undirbúning fyrir HM í Rússlandi undir stjórn þjálfarateymis Íslands. Þeir æfðu saman á Laugardalsvelli í dag.

Einn þeirra er bakvörðurinn Hörður Börgvin Magnússon og fékk hann fyrst spurningu um hvort það væri ekki sérstakt að vera svona fáliðaðir á æfingum.

„Þetta er auðvitað skrítin tilfinning en við gerðum þetta fyrir Króatíuleikinn í fyrra. Þá fórum við til Akureyrar og breyttum aðeins til, heimsóttum heimabæ Aronar. En auðvitað er gott að vera hérna í Reykjavík, borginni sinni," segir Hörður.

„Ég er mjög ánægður með að fá að æfa á Íslandi alveg þar til við förum til Rússlands. Það er öðruvísi að æfa í kalda loftinu á Íslandi og fara svo í hitann í Rússlandi en við kvörtum ekki. Við fáum að vera með fjölskyldu okkar."

HM hópur Íslands var kynntur fyrir viku síðan en Hörður á að hafa getað fylgst með því vali mjög rólegur enda allir sem reiknuðu með honum í hópnum.

„Ég var búinn að fylgjast með umræðu ykkar fjölmiðlamanna og þið tölduð mig 100% öruggan. Það hefur aðeins hjálpað! Það var alveg smá stress en ég er á öðruvísi stað en fyrir EM eftir að hafa spilað í undankeppninni. Maður fékk samt fiðring þegar maður horfði á myndbandið frá KSÍ um hverjir færu með."

Það eru 29 dagar í fyrsta leik Íslands á HM.

„Þetta er enn svo óraunverulegt eitthvað," segir Hörður en í viðtalinu ræðir hann einnig um tímabilið hjá Bristol City.
Athugasemdir
banner
banner
banner