Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   fös 18. maí 2018 12:13
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvelli
Kári Árna: Fannst þetta vera rétti tímapukturinn
Icelandair
Kári Árnason á Laugardalsvelli í dag.
Kári Árnason á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári á landsliðsæfingu í dag.
Kári á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Víking áður en félagaskiptaglugginn lokaði á miðvikudag. Kári er kominn heim eftir langan feril í atvinnumennsku erlendis en hann byrjar að spila með Víkingi eftir HM í Rússlandi í sumar.

„Ég er búinn að vera í opnum samskiptum við Víking lengi, fylgjast með því sem er í gangi í Víkinni og svo framvegis. Ég hef alltaf verið í viðræðum við þá. Ekkert um samning heldur bara talað við þá. Þeir hafa tékkað á því hver staðan er hjá mér og hve langt er í að ég komi heim. Mér fannst þetta vera rétti tímapukturinn til að klára þetta," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Víkingur er með fimm stig eftir þrjá leiki í Pepsi-deildinni en liðið mætir Grindavík á heimavelli í kvöld.

„Þeir eru búnir að byrja ágætlega. Þeir eru ósigraðir og mér fannst þeir eiga að vinna þennan leik gegn Stjörnunni. Með smá heppni gætum við verið efstir nánast. Þetta hefur byrjað ágætlega og vonandi bæta þeir í þetta og ná sigri í kvöld."

Skemmtilegt að spila með Sölva
Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen kom til Víkings í vetur en hann og Kári hafa leikið saman áður hjá Víkingi sem og í íslenska landsliðinu.

„Það er gaman að fá að spila með Sölva og það hjálpaði að hann er þarna. Það er alltaf skemmtilegra þegar hann er í kring. Þetta verður bara gaman."

Ánægður með dvölina í Skotlandi
Kári fór síðastliðið sumar til Aberdeen í Skotlandi eftir dvöl hjá Omonia á Kýpur. Kári hjálpaði Aberdeen að enda í 2. sæti í skosku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

„Það hefði ekki hentað mér á þessum aldri að spila nánast 50 leiki. 20 og eitthvað leikir var mjög fínt fyrir mig til að vera ferskur fyrir þetta mót. Ástæðan fyrir því að ég fór í Aberdeen var að við vorum í séns á að komast á HM. Ég vildi spila og æfa á hærra tempói frekar en að vera í göngubolta í Kýpur. Þegar öllu er á botninn hvolft var mjög gott skref að fara þangað."

29 dagar eru í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu en í D-riðlinum eru einnig Króatía og Nígería.

„Þetta er erfiður riðill og það vita allir að þetta eru mjög sterk lið sem við erum að mæta. Við höfum unnið Króatíu áður. Ég tel okkur eiga mjög góða möguleika á móti Nígeríu. Það verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða. Argentína er með mjög gott lið en ef við náum að stela einhverjum úr þeim leik er allt opið," sagði Kári.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner