Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 18. maí 2018 12:13
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvelli
Kári Árna: Fannst þetta vera rétti tímapukturinn
Icelandair
Kári Árnason á Laugardalsvelli í dag.
Kári Árnason á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári á landsliðsæfingu í dag.
Kári á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Víking áður en félagaskiptaglugginn lokaði á miðvikudag. Kári er kominn heim eftir langan feril í atvinnumennsku erlendis en hann byrjar að spila með Víkingi eftir HM í Rússlandi í sumar.

„Ég er búinn að vera í opnum samskiptum við Víking lengi, fylgjast með því sem er í gangi í Víkinni og svo framvegis. Ég hef alltaf verið í viðræðum við þá. Ekkert um samning heldur bara talað við þá. Þeir hafa tékkað á því hver staðan er hjá mér og hve langt er í að ég komi heim. Mér fannst þetta vera rétti tímapukturinn til að klára þetta," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Víkingur er með fimm stig eftir þrjá leiki í Pepsi-deildinni en liðið mætir Grindavík á heimavelli í kvöld.

„Þeir eru búnir að byrja ágætlega. Þeir eru ósigraðir og mér fannst þeir eiga að vinna þennan leik gegn Stjörnunni. Með smá heppni gætum við verið efstir nánast. Þetta hefur byrjað ágætlega og vonandi bæta þeir í þetta og ná sigri í kvöld."

Skemmtilegt að spila með Sölva
Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen kom til Víkings í vetur en hann og Kári hafa leikið saman áður hjá Víkingi sem og í íslenska landsliðinu.

„Það er gaman að fá að spila með Sölva og það hjálpaði að hann er þarna. Það er alltaf skemmtilegra þegar hann er í kring. Þetta verður bara gaman."

Ánægður með dvölina í Skotlandi
Kári fór síðastliðið sumar til Aberdeen í Skotlandi eftir dvöl hjá Omonia á Kýpur. Kári hjálpaði Aberdeen að enda í 2. sæti í skosku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

„Það hefði ekki hentað mér á þessum aldri að spila nánast 50 leiki. 20 og eitthvað leikir var mjög fínt fyrir mig til að vera ferskur fyrir þetta mót. Ástæðan fyrir því að ég fór í Aberdeen var að við vorum í séns á að komast á HM. Ég vildi spila og æfa á hærra tempói frekar en að vera í göngubolta í Kýpur. Þegar öllu er á botninn hvolft var mjög gott skref að fara þangað."

29 dagar eru í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu en í D-riðlinum eru einnig Króatía og Nígería.

„Þetta er erfiður riðill og það vita allir að þetta eru mjög sterk lið sem við erum að mæta. Við höfum unnið Króatíu áður. Ég tel okkur eiga mjög góða möguleika á móti Nígeríu. Það verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða. Argentína er með mjög gott lið en ef við náum að stela einhverjum úr þeim leik er allt opið," sagði Kári.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner