Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 18. maí 2018 12:13
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvelli
Kári Árna: Fannst þetta vera rétti tímapukturinn
Icelandair
Kári Árnason á Laugardalsvelli í dag.
Kári Árnason á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári á landsliðsæfingu í dag.
Kári á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Víking áður en félagaskiptaglugginn lokaði á miðvikudag. Kári er kominn heim eftir langan feril í atvinnumennsku erlendis en hann byrjar að spila með Víkingi eftir HM í Rússlandi í sumar.

„Ég er búinn að vera í opnum samskiptum við Víking lengi, fylgjast með því sem er í gangi í Víkinni og svo framvegis. Ég hef alltaf verið í viðræðum við þá. Ekkert um samning heldur bara talað við þá. Þeir hafa tékkað á því hver staðan er hjá mér og hve langt er í að ég komi heim. Mér fannst þetta vera rétti tímapukturinn til að klára þetta," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Víkingur er með fimm stig eftir þrjá leiki í Pepsi-deildinni en liðið mætir Grindavík á heimavelli í kvöld.

„Þeir eru búnir að byrja ágætlega. Þeir eru ósigraðir og mér fannst þeir eiga að vinna þennan leik gegn Stjörnunni. Með smá heppni gætum við verið efstir nánast. Þetta hefur byrjað ágætlega og vonandi bæta þeir í þetta og ná sigri í kvöld."

Skemmtilegt að spila með Sölva
Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen kom til Víkings í vetur en hann og Kári hafa leikið saman áður hjá Víkingi sem og í íslenska landsliðinu.

„Það er gaman að fá að spila með Sölva og það hjálpaði að hann er þarna. Það er alltaf skemmtilegra þegar hann er í kring. Þetta verður bara gaman."

Ánægður með dvölina í Skotlandi
Kári fór síðastliðið sumar til Aberdeen í Skotlandi eftir dvöl hjá Omonia á Kýpur. Kári hjálpaði Aberdeen að enda í 2. sæti í skosku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

„Það hefði ekki hentað mér á þessum aldri að spila nánast 50 leiki. 20 og eitthvað leikir var mjög fínt fyrir mig til að vera ferskur fyrir þetta mót. Ástæðan fyrir því að ég fór í Aberdeen var að við vorum í séns á að komast á HM. Ég vildi spila og æfa á hærra tempói frekar en að vera í göngubolta í Kýpur. Þegar öllu er á botninn hvolft var mjög gott skref að fara þangað."

29 dagar eru í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu en í D-riðlinum eru einnig Króatía og Nígería.

„Þetta er erfiður riðill og það vita allir að þetta eru mjög sterk lið sem við erum að mæta. Við höfum unnið Króatíu áður. Ég tel okkur eiga mjög góða möguleika á móti Nígeríu. Það verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða. Argentína er með mjög gott lið en ef við náum að stela einhverjum úr þeim leik er allt opið," sagði Kári.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner