Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   fös 18. maí 2018 12:13
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvelli
Kári Árna: Fannst þetta vera rétti tímapukturinn
Icelandair
Kári Árnason á Laugardalsvelli í dag.
Kári Árnason á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári á landsliðsæfingu í dag.
Kári á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Víking áður en félagaskiptaglugginn lokaði á miðvikudag. Kári er kominn heim eftir langan feril í atvinnumennsku erlendis en hann byrjar að spila með Víkingi eftir HM í Rússlandi í sumar.

„Ég er búinn að vera í opnum samskiptum við Víking lengi, fylgjast með því sem er í gangi í Víkinni og svo framvegis. Ég hef alltaf verið í viðræðum við þá. Ekkert um samning heldur bara talað við þá. Þeir hafa tékkað á því hver staðan er hjá mér og hve langt er í að ég komi heim. Mér fannst þetta vera rétti tímapukturinn til að klára þetta," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Víkingur er með fimm stig eftir þrjá leiki í Pepsi-deildinni en liðið mætir Grindavík á heimavelli í kvöld.

„Þeir eru búnir að byrja ágætlega. Þeir eru ósigraðir og mér fannst þeir eiga að vinna þennan leik gegn Stjörnunni. Með smá heppni gætum við verið efstir nánast. Þetta hefur byrjað ágætlega og vonandi bæta þeir í þetta og ná sigri í kvöld."

Skemmtilegt að spila með Sölva
Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen kom til Víkings í vetur en hann og Kári hafa leikið saman áður hjá Víkingi sem og í íslenska landsliðinu.

„Það er gaman að fá að spila með Sölva og það hjálpaði að hann er þarna. Það er alltaf skemmtilegra þegar hann er í kring. Þetta verður bara gaman."

Ánægður með dvölina í Skotlandi
Kári fór síðastliðið sumar til Aberdeen í Skotlandi eftir dvöl hjá Omonia á Kýpur. Kári hjálpaði Aberdeen að enda í 2. sæti í skosku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

„Það hefði ekki hentað mér á þessum aldri að spila nánast 50 leiki. 20 og eitthvað leikir var mjög fínt fyrir mig til að vera ferskur fyrir þetta mót. Ástæðan fyrir því að ég fór í Aberdeen var að við vorum í séns á að komast á HM. Ég vildi spila og æfa á hærra tempói frekar en að vera í göngubolta í Kýpur. Þegar öllu er á botninn hvolft var mjög gott skref að fara þangað."

29 dagar eru í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu en í D-riðlinum eru einnig Króatía og Nígería.

„Þetta er erfiður riðill og það vita allir að þetta eru mjög sterk lið sem við erum að mæta. Við höfum unnið Króatíu áður. Ég tel okkur eiga mjög góða möguleika á móti Nígeríu. Það verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða. Argentína er með mjög gott lið en ef við náum að stela einhverjum úr þeim leik er allt opið," sagði Kári.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner