Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. maí 2018 23:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Henry: Ég er í sjokki
Stuðningsmenn Bröndby voru brjálaðir eftir magnaða innkomu Kjartans
Kjartan Henry í leik með Horsens.
Kjartan Henry í leik með Horsens.
Mynd: Getty Images
Kjartan Henry Finnbogason fór á kostum þegar Horsens gerði jafntefli við Bröndby í kvöld. Horsens var 2-0 undir þegar Kjartan kom inn á er fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Kjartan skoraði tvisvar á síðustu mínútunum og jafnaði leikinn fyrir Horsens.

Kjartan er ekki vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum Bröndby í augnablikinu þar sem möguleikar liðsins á danska meistaratitilinum minnkuðu mjög með þessum úrslitum.

Aðeins ein umferð er eftir af dönsku úrvalsdeildinni og er Bröndby nú tveimur stigum á eftir Midtjylland fyrir lokaumferðina. Bröndby hefði verið á toppnum fyrir lokaumferðina með sigri í kvöld. En Kjartan Henry sá til þess að svo er ekki.

Stuðningsmenn Bröndby eru þekktir fyrir að láta vel í sér heyra en þeir voru ekki nægilega sáttir með úrslitin í kvöld og hlupu inn á völlinn að honum loknum. Upp úr því urðu slagsmál og voru einhverjir sem lágu slasaðir eftir.

Viðtal við Kjartan birtist á bold.dk eftir leikinn þar sem hann talaði um það sem gerðist eftir hann.

„Ég er í sjokki yfir því sem gerðist eftir leikinn. Það er það sem skiptir máli núna," sagði Kjartan Henry að leik loknum. „Það eru blendnar tilfinningar hjá mér, það var fólk sem slasaði sig á vellinum. Fótbolti er ekki lengur það mikilvægasta."
Athugasemdir
banner
banner