Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   fös 18. maí 2018 21:57
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Kristins: Þurftum að sýna Blikum virðingu
Mynd: Raggi Óla
„Ég hefði nú viljað þrjú stig en ég held að þetta séu sanngjörn úrslit samt sem áður. Við áttum ágætis leik samt sem áður miðað við aðstæður, völlin og svo veðrið sem dundi á okkur þegar leið á leikinn en það var kannski ekki nema síðusta korterið eða tuttugu mínúturnar" sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir jafntefli við Breiðablik á Alvogenvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Það var ákveðið áhyggjuefni að fá þetta mark á sig og vera eitt núll undir á móti sterku Blikaliði en við sem betur fer vorum mjög fljótir að jafna leikinn og reyndum svo eins og við gátum að gera út um hann og ég held að bæði lið hafi verið að reyna það í 90 mínútur.

Við ætluðum ekki að gefa þeim neitt hérna. Við erum á KR vellinum og það koma engin lið hér og stjórna leikjum. Við ætlum ekki að leyfa neinum að gera það. Þess vegna fórum við hátt á þá og pressuðum þá og þvinguðum þá í langa bolta sem þeir kannski vilja helst ekki."


Fimm stig eftir fjórar umferðir. Hvernig horfir það við þér.

„Það er bara í góðu lagi. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli í dag og við fjarlægjumst ekki toppinn eftir þennan leik. Við hefðum getað komist nær honum en Blikar eru ógnarsterkir í dag og við þurftum að sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og við þurfum að halda áfram að byggja upp þetta lið sem við erum að byggja upp
Athugasemdir
banner
banner