Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   fös 18. maí 2018 21:57
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Kristins: Þurftum að sýna Blikum virðingu
Mynd: Raggi Óla
„Ég hefði nú viljað þrjú stig en ég held að þetta séu sanngjörn úrslit samt sem áður. Við áttum ágætis leik samt sem áður miðað við aðstæður, völlin og svo veðrið sem dundi á okkur þegar leið á leikinn en það var kannski ekki nema síðusta korterið eða tuttugu mínúturnar" sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir jafntefli við Breiðablik á Alvogenvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Það var ákveðið áhyggjuefni að fá þetta mark á sig og vera eitt núll undir á móti sterku Blikaliði en við sem betur fer vorum mjög fljótir að jafna leikinn og reyndum svo eins og við gátum að gera út um hann og ég held að bæði lið hafi verið að reyna það í 90 mínútur.

Við ætluðum ekki að gefa þeim neitt hérna. Við erum á KR vellinum og það koma engin lið hér og stjórna leikjum. Við ætlum ekki að leyfa neinum að gera það. Þess vegna fórum við hátt á þá og pressuðum þá og þvinguðum þá í langa bolta sem þeir kannski vilja helst ekki."


Fimm stig eftir fjórar umferðir. Hvernig horfir það við þér.

„Það er bara í góðu lagi. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli í dag og við fjarlægjumst ekki toppinn eftir þennan leik. Við hefðum getað komist nær honum en Blikar eru ógnarsterkir í dag og við þurftum að sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og við þurfum að halda áfram að byggja upp þetta lið sem við erum að byggja upp
Athugasemdir
banner