Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fös 18. maí 2018 21:57
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Kristins: Þurftum að sýna Blikum virðingu
Mynd: Raggi Óla
„Ég hefði nú viljað þrjú stig en ég held að þetta séu sanngjörn úrslit samt sem áður. Við áttum ágætis leik samt sem áður miðað við aðstæður, völlin og svo veðrið sem dundi á okkur þegar leið á leikinn en það var kannski ekki nema síðusta korterið eða tuttugu mínúturnar" sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir jafntefli við Breiðablik á Alvogenvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Það var ákveðið áhyggjuefni að fá þetta mark á sig og vera eitt núll undir á móti sterku Blikaliði en við sem betur fer vorum mjög fljótir að jafna leikinn og reyndum svo eins og við gátum að gera út um hann og ég held að bæði lið hafi verið að reyna það í 90 mínútur.

Við ætluðum ekki að gefa þeim neitt hérna. Við erum á KR vellinum og það koma engin lið hér og stjórna leikjum. Við ætlum ekki að leyfa neinum að gera það. Þess vegna fórum við hátt á þá og pressuðum þá og þvinguðum þá í langa bolta sem þeir kannski vilja helst ekki."


Fimm stig eftir fjórar umferðir. Hvernig horfir það við þér.

„Það er bara í góðu lagi. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli í dag og við fjarlægjumst ekki toppinn eftir þennan leik. Við hefðum getað komist nær honum en Blikar eru ógnarsterkir í dag og við þurftum að sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og við þurfum að halda áfram að byggja upp þetta lið sem við erum að byggja upp
Athugasemdir
banner
banner
banner