De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
   fös 18. maí 2018 21:57
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Kristins: Þurftum að sýna Blikum virðingu
Mynd: Raggi Óla
„Ég hefði nú viljað þrjú stig en ég held að þetta séu sanngjörn úrslit samt sem áður. Við áttum ágætis leik samt sem áður miðað við aðstæður, völlin og svo veðrið sem dundi á okkur þegar leið á leikinn en það var kannski ekki nema síðusta korterið eða tuttugu mínúturnar" sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir jafntefli við Breiðablik á Alvogenvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Það var ákveðið áhyggjuefni að fá þetta mark á sig og vera eitt núll undir á móti sterku Blikaliði en við sem betur fer vorum mjög fljótir að jafna leikinn og reyndum svo eins og við gátum að gera út um hann og ég held að bæði lið hafi verið að reyna það í 90 mínútur.

Við ætluðum ekki að gefa þeim neitt hérna. Við erum á KR vellinum og það koma engin lið hér og stjórna leikjum. Við ætlum ekki að leyfa neinum að gera það. Þess vegna fórum við hátt á þá og pressuðum þá og þvinguðum þá í langa bolta sem þeir kannski vilja helst ekki."


Fimm stig eftir fjórar umferðir. Hvernig horfir það við þér.

„Það er bara í góðu lagi. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli í dag og við fjarlægjumst ekki toppinn eftir þennan leik. Við hefðum getað komist nær honum en Blikar eru ógnarsterkir í dag og við þurftum að sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og við þurfum að halda áfram að byggja upp þetta lið sem við erum að byggja upp
Athugasemdir
banner
banner
banner