„Við vissum að FH yrði mikið með boltann. Þeir eru besta lið Íslands í því," sagði Tommy Nielsen þjálfari Grindavíkur eftir 2-1 tap gegn FH í Borgunarbikarnum í kvöld.
„Ég er ánægður með strákana. Þeir gáfu FH-ingum mjög góðan leik."
Steven Lennon skoraði bæði mörk FH úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
„Mér fannst fyrra vítið vera pínu þunnt en það var dæmt og við verðum að treysta dómaranum í því" sagði Tommy.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir