Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 09:24
Magnús Már Einarsson
Aron sofnaði klukkan 4 eftir Argentínu leikinn
Icelandair
Aron léttur eftir leikinn á laugardag.
Aron léttur eftir leikinn á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, segir í viðtali við Reuters fréttatstofuna að hann hafi átt erfitt með að sofna eftir 1-1 jafnteflið við Argentínu um helgina.

Íslenska landsliðið flaug frá Moskvu til Gelendzhik beint eftir leik og var komið vel fyrir miðnætti aftur á hótel sitt.

Aron náði hins vegar ekki að sofna fyrr en um klukkan 4 um nóttina.

„Ég var ennþá æstur eftir leikinn og adrenalínið var mikið. Það er hluti af þessu," sagði Aron.

„Þegar þú spilar svona leik með svona háu tempói þá er erfitt að slaka á."

Sjá einnig:
Aron í ítarlegu viðtali: Þetta var tilfinningarússíbani
Athugasemdir
banner
banner