Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mán 18. júní 2018 20:28
Magnús Már Einarsson
Bergur Ebbi: Heimir fer ekki heim fyrr en tanið verður eins og sófasett
Icelandair
Bergur Ebbi í góðum gír.
Bergur Ebbi í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ólýsanlegt og einstök stund," segir grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson um þá upplifun að sjá Ísland gera 1-1 jafntefli gegn Argentínu í fyrsta leik á HM.

Bergur Ebbi mætti á sinn fyrsta leik á HM á laugardag og í dag skemmti hann íslenska landsliðinu ásamt félögum sínum í Mið-Ísland. Þeir flugu frá Moskvu til Gelendzhik í boði Vodafone til að skemma strákunum.

Bergur segist hrífast mikið með íslenska landsliðinu og fylgjast vel með gangi mála. „Maður lúsles alla miðla. Ég fæ aldrei nóg. Ég get lesið endalaust um þetta. Maður veit hvað sjúkraþjálfarinn heitir," sagði Bergur.

Leið eins og í Call of duty
Til að komast inn á hótel íslenska landsliðsins þurftu Mið-Ísland bræður að fara í gegnum rosalega öryggisleit.

„Áður en maður fer á svið þá á maður moment. Maður fær sér vatn, pissar og gerir sig kláran. Það moment átti sér stað þar sem voru gæar með vélbyssur að reykja sígarettur. Ég átti það moment á einhverju klósetti sem var eins og Call of duty dæmi."

„Síðan kom maður inn á hótelið sem er ótrúlega flott. Þá var maður kominn inn í innsta vígi hjá landsliðinu. Maður tók eitt uppistand og peppaði þá og spjallaði við þá sem og teymið í kringum þá. Það er gríðarlegur heiður."


Bergur er bjartsýnn á að íslenska liðið fari langt á HM. „Eitt af því sem ég var að djóka með er að Heimir (Hallgrímsson) vill ekki fara heim fyrr en hann verður búinn að ná svo djúpu tani að það er orðið eins og Chesterfield sófasett. Ætli það sé ekki eitthvað vel inn í útsláttarkeppnina," sagði Bergur og skellti upp úr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner