Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   mán 18. júní 2018 20:28
Magnús Már Einarsson
Bergur Ebbi: Heimir fer ekki heim fyrr en tanið verður eins og sófasett
Icelandair
Bergur Ebbi í góðum gír.
Bergur Ebbi í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ólýsanlegt og einstök stund," segir grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson um þá upplifun að sjá Ísland gera 1-1 jafntefli gegn Argentínu í fyrsta leik á HM.

Bergur Ebbi mætti á sinn fyrsta leik á HM á laugardag og í dag skemmti hann íslenska landsliðinu ásamt félögum sínum í Mið-Ísland. Þeir flugu frá Moskvu til Gelendzhik í boði Vodafone til að skemma strákunum.

Bergur segist hrífast mikið með íslenska landsliðinu og fylgjast vel með gangi mála. „Maður lúsles alla miðla. Ég fæ aldrei nóg. Ég get lesið endalaust um þetta. Maður veit hvað sjúkraþjálfarinn heitir," sagði Bergur.

Leið eins og í Call of duty
Til að komast inn á hótel íslenska landsliðsins þurftu Mið-Ísland bræður að fara í gegnum rosalega öryggisleit.

„Áður en maður fer á svið þá á maður moment. Maður fær sér vatn, pissar og gerir sig kláran. Það moment átti sér stað þar sem voru gæar með vélbyssur að reykja sígarettur. Ég átti það moment á einhverju klósetti sem var eins og Call of duty dæmi."

„Síðan kom maður inn á hótelið sem er ótrúlega flott. Þá var maður kominn inn í innsta vígi hjá landsliðinu. Maður tók eitt uppistand og peppaði þá og spjallaði við þá sem og teymið í kringum þá. Það er gríðarlegur heiður."


Bergur er bjartsýnn á að íslenska liðið fari langt á HM. „Eitt af því sem ég var að djóka með er að Heimir (Hallgrímsson) vill ekki fara heim fyrr en hann verður búinn að ná svo djúpu tani að það er orðið eins og Chesterfield sófasett. Ætli það sé ekki eitthvað vel inn í útsláttarkeppnina," sagði Bergur og skellti upp úr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner