Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mán 18. júní 2018 20:40
Arnar Daði Arnarsson
Björn Bragi: Létum strákana aðeins heyra það
Icelandair
Björn Bragi sagði nokkra brandara í Rússlandi í kvöld.
Björn Bragi sagði nokkra brandara í Rússlandi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mið-Ísland hópurinn kom óvænt til Gelendzhik í dag og skemmti þar fyrir bæði landsliðið og síðan fyrir fjölmiðlamenn frá Íslandi allt í boði Vodafone.

Þetta var þó ekki það eina sem þeir félagar gerðu í Rússlandi því að sjálfsögðu voru þeir meðal áhorfenda á leik Íslands og Argentínu síðastliðinn laugardag.

„Upplifunin var auðvitað algjörlega geggjuð, eiginlega óraunveruleg og ólýsanleg. Við vorum Mið-Ísland strákarnir og sátum saman í stúkunni og táruðumst allir enda ekki annað hægt en að hrífast svona svakalega," sagði Björn Bragi einn af meðlimum Mið-Íslands.

„Þetta er eitthvað sem manni óraði ekki fyrir þegar maður var yngri að horfa á HM að Ísland myndi einhverntímann taka þátt og hvað þá að gera svona alvöru hluti. Þetta er í rauninni geggjað."

En hvernig leið honum þegar hann sá boltann í netinu hjá Alfreð Finnbogasyni?

„Eins og ég segi, óraunverulegt. En samt, maður hefur séð þetta svo marg oft áður. Á EM, að vinna England og vinna riðilinn í undankeppni HM og fara á HM. Maður er orðinn of góður vanur, en þetta var geggjað," sagði Björn Bragi sem segir liðið geta farið alla leið.

„Þeir geta orðið Heimsmeistarar ef þeir vilja það. Þeir geta allt, það er bara þannig."

Eins og fyrr segir skemmti Mið-Íslands hópurinn fyrir strákana okkar í kvöld. Björn Bragi neitar því ekki að þeir hafi aðeins gert grín af strákunum í landsliðinu.

„Á hótelinu með þeim með engar myndavélar þá létum við þá alveg aðeins heyra það. Þetta eru menn með húmor fyrir sér þannig þeir höfðu gaman af því þegar við vorum að skjóta aðeins á þá. Þetta var mjög skemmtileg og mikil stemning. Við vorum auðvitað þvílíkt spenntir fyrir því að gera þetta og gaman að sjá hversu mikið þeir voru peppaðir."

Viðtalið í heild sinni við Björn Braga má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner