Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. júní 2018 17:03
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Túnis og Englands: Maguire og Lingard byrja
Mynd: Getty Images
England spilar sinn fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu í ár innan skamms þar sem Afríkuþjóðin Túnis mætir til leiks.

Byrjunarlið beggja liða hafa verið staðfest en Túnis er án sins besta leikmanns, Nabil Maaloul, sem er meiddur út mótið. Hann er þeirra helsta stjarna og er talað um að liðið muni sakna hans svipað og Portúgal myndi sakna Cristiano Ronaldo.

Harry Kane er fremstur í liði Englands með Raheem Sterling sér til aðstoðar. Jesse Lingard og Dele Alli byrja einnig fyrir aftan Kane og fær Jordan Henderson það hlutverk að halda miðjunni, með hjálp frá miðvörðunum þremur og vængbakvörðunum.

Ashley Young og Kieran Trippier byrja á vængjunum og er Harry Maguire valinn framyfir Gary Cahill í hjarta varnarinnar.

Túnis: Hassen, S Ben Youssef, Meriah, F Ben Youssef, Badri, Khazri, Bronn, Maaloul, Sassi, Skhiri, Sliti.

England: Pickford, Walker, Stones, Maguire, Young, Trippier, Henderson, Lingard, Alli, Sterling, Kane
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner