Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Di Francesco framlengir við Roma
Mynd: Getty Images
Eusebio Di Francesco er búinn að framlengja samning sinn við Roma og er samningsbundinn þar til í júní 2020. Di Francesco tók við Rómverjum fyrir tímabilið eftir að Luciano Spalletti yfirgaf félagið til að taka við Inter.

Roma gerði mjög góða hluti á tímabilinu og endaði í þriðja sæti deildarinnar auk þess að komast í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Di Francesco stýrði Sassuolo í fimm ár áður en hann tók við Roma, en hann ber sterkar tilfinningar til félagsins eftir að hafa spilað þar í fjögur ár kringum aldamótin.

Hann er aðeins 48 ára gamall og telja margir að nú sé hans tækifæri loksins komið til að sanna sig á stóra sviðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner