Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 07:30
Gunnar Logi Gylfason
Ekkert rautt spjald í fyrstu 11 leikjum HM - VAR þakkað fyrir
David Elleray
David Elleray
Mynd: Getty Images
Í fyrsta skipti í 32 ár, síðan á HM 1986, var ekkert rautt spjald dæmt fyrstu fjóra leikdaga heimsmeistaramóts.

Auk þess hafa aðeins 32 gul spjöld farið á loft í 11 leikjum, sem er það lægsta frá einmitt HM 1986.

Að minnsta kosti eitt rautt spjald hefur farið á loft í fyrstu 9 leikjum hvers heimsmeistaramóts síðan 1990. Árið 1986 fór fyrsta rauða spjaldið á loft í 14. leik.

David Elleray, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir VAR, myndbandsupptökutækni, að þakka fyrir þetta.

„Niðurstöður úr öðrum keppnum sem hafa notað myndbandsupptökutæknina sýna svipaða hluti. Ég trúi því að stærstu áhrif tækninnar eru þau að leikmenn hegði sér betur þar sem þeir vita að þeir komast ekki upp með neitt múður, eins og Gareth Southate sagði við leikmenn enska landsliðsins. Frábær búbót fyrir fótboltann," sagði Elleray við Telegraph Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner