Rólegt að gera hjá lögreglu

Metfjöldi horfði á beina sjónvarpsútsendingu frá leik Íslands og Argentínu á RÚV á laugardaginn samkvæmt bráðabirgðatölum frá Gallup. RÚV greinir frá þessu.
Nánast öll þjóðin fylgdist með leiknum sem endaði í 1-1 jafntefli.
Nánast öll þjóðin fylgdist með leiknum sem endaði í 1-1 jafntefli.
Það var lítið að gera hjá lögreglunni eins og Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Reykjavík, lýsti í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. Aðeins tvær bókanir voru í málaskrá lögreglu á meðan leiknum í Moskvu stóð.
„Á sama tíma og Sergio Agüero skoraði og kemur Argentínu í 1-0 þá fáum við tilkynningu um slasaða önd í Sundahverfi í Kópavogi," sagði Gunnar Rúnar.
Öndin reyndist heil á húfi þegar lögreglumenn komu á vettvang.
Hitt málið sem lögreglan þurfti að takast á við var það að lögreglumaður þurfti að sinna vegabréfaskoðun á Reykjavíkurflugvelli.
Hlusta má á viðtalið við Gunnar hérna.
Athugasemdir