mán 18. júní 2018 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Griezmann og Lemar skrifa undir hjá Atletico
Forráðamenn Atletico heimsóttu franska landsliðið í Rússlandi og voru með pennann á lofti.
Forráðamenn Atletico heimsóttu franska landsliðið í Rússlandi og voru með pennann á lofti.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Atletico Madrid heimsóttu herbúðir franska landsliðsins í Rússlandi í dag. Frakkland er að keppa á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

í franska landsliðshópnum eru Antoine Griezmann, Thomas Lemar og Lucas Hernandez.

Griezmann skrifaði undir samning til 2023 við Atletico. Griezmann hafnaði Barcelona fyrir Atletico. Varnarmaðurinn Lucas skrifaði undir samning til 2024.

Þá er Lemar á leiðinni til Atletico. Hann er að koma frá Mónakó fyrir 63 milljónir punda samkvæmt Mirror. Enn á eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum við Mónakó og hann á eftir að fara í læknisskoðun, en hann er búinn að skrifa undir samning.

Lemar er 22 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool og Arsenal. Hann er hins vegar á leiðinni í spænsku höfuðborgina.



Athugasemdir
banner
banner
banner