Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Birgisson spáir í leik Svíþjóðar og Suður-Kóreu
Gunnar Birgisson að störfum.
Gunnar Birgisson að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti leikur dagsins á HM í Rússlandi í dag er á milli Svíþjóðar og Suður-Kóreu í F-riðlinum.

Í þessum riðli í gær tapaði Þýskaland 1-0 fyrir Mexíkó.

leikur Svíþjóðar og Suður-Kóreu hefst 12:00 en Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV, spáir í þennan leik.



Svíþjóð 4 - 1 Suður-Kórea (klukkan 12:00 í dag)
Þetta verður opinn og skemmtilegur leikur. Maður hefur alltaf haldið upp á Svía á stórmótum frá því maður sá menn eins og Ljungberg, Larsson og Mellberg leika listir sínar.

Ég hugsa að þeir fari ekki uppúr riðlinum en bjóða okkur upp á flugeldasýningu. Toivonen með þrennu. Son setur eitt sárabótarmark á lokamínútunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner