Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 20:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harry Kane: Héldum áfram og gáfumst ekki upp
Kane í viðtali eftir leikinn. Hann var maður kvöldsins hjá Englendingum.
Kane í viðtali eftir leikinn. Hann var maður kvöldsins hjá Englendingum.
Mynd: Getty Images
„Ég er svo stoltur af strákunum," sagði Harry Kane, fyrirliði Englands, eftir sigur á Túnis á HM í kvöld. Kane skoraði bæði mörk Englands, það seinna í uppbótartíma.

„Við spiluðum mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við héldum áfram og gáfumst ekki upp. Þetta er HM, þú heldur áfram til síðustu sekúndur," sagði Kane himinlifandi.

„Það er góð þrautsegja í liðinu, það hefur verið þannig síðan þjálfarinn (Southgate) tók við. Hópnum kemur vel saman utan vallarins og það er gott að sjá það líka inn á vellinum. Við förum ánægðir í flug í kvöld."

Kane í glímu inn á teignum

Kane hefði klárlega átt að fá vítaspyrnu, jafnvel vítaspyrnur í kvöld. Leikmenn Túnis tóku harkalega á honum inn á teignum.

„Við hefðum getað fengið nokkrar vítaspyrnur í kvöld, sérstaklega þegar þú lítur á spyrnuna sem þeir fengu. Það var kannski smá réttlæti í því að ég skoraði á fjærstönginni. Svona fótboltinn. Við sýndum góðan karakter að halda áfram," sagði Kane.

Næsti leikur Englands er við Panama á sunnudaginn næsta.

Sjá einnig:
Fyrsta sigurmark Englands í uppbótartíma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner