Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. júní 2018 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harry Kane opnar markareikninginn á stórmóti
Kane fagnar marki sínu.
Kane fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Harry nokkur Kane er búinn að koma Englandi yfir gegn Túnis í leik sem nú stendur yfir á HM í Rússlandi. Leikurinn er í Volgograd, á leikvanginum sem Ísland spilar við Nígeríu á föstudaginn.

Englendingar byrjuðu leikinn vel og komust yfir á 11. mínútu. Kane skoraði þá eftir hornspyrnu.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Kane.

Hinn 24 ára Kane er að taka þátt á sínu öðru stórmóti með Englendingum en þetta hans fyrsta mark á stórmóti. Hann skoraði ekki á EM fyrir tveimur árum þegar England féll út í 16-liða úrslitum gegn okkur Íslendingum. Kane, sem hefur raðað inn mörkum með Tottenham síðustu árin, var meira í því að taka hornspyrnu en að skora mörk á Evrópumótinu.

Staðan er 1-0 fyrir England en hægt er að fylgjast með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu en leikurinn er einnig sýndur í beinni á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner