Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Harry Kane stefnir á að skora sitt fyrsta mark á stórmóti
Mynd: Getty Images
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, stefnir á gott heimsmeistaramót með Englandi.

Hann hefur enn ekki skorað á stórmóti, hvorki með A-landsliðinu né u-21 landsliðinu. Þetta er þó aðeins hans annað stórmót með A-landsliðinu, því fyrsta lauk með 2-1 tapi gegn Íslandi.

„EM 2016 fór augljóslega ekki vel fyrir mig né liðið."

„Markmið mitt er að halda áfram því sem ég var að gera undir lok tímabilsins og fara út á völl fullur sjálfstrausts og spila vel fyrir liðið mitt," segir Kane.

Um möguleika sína á að vinna gullskóinn á mótinu hafði Kane þetta að segja: „Ronaldo hefur sett pressu á mig. Hann er frábær leikmaður sem átti frábæran leik gegn Spáni. En fyrir mér snýst þetta frekar um að einbeita mér að liðinu. Vonandi mun ég skora þrennu á morgun og við verðum jafnir aftur en gullskórinn er ekki eitthvað sem ég mun hugsa mikið um fyrr en seinna í mótinu."

England leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu gegn Túnis í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner