Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 09:54
Magnús Már Einarsson
Heimir fór í fýlu þar sem skjávarpi virkaði ekki
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, nefndi það stuttlega á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Argentínu að hann hefði farið í smá fýlu tveimur dögum fyrir leik.

„Ég er með stuðningsnet. Ég fór aðeins í fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig aðeins," sagði Heimir á fréttamannafundinum og þakkaði starfsliði sínu um leið.

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Heimi þar sem hann útskýrir af hverju hann fór í fýlu.

„Þegar spenn­an er að byggj­ast upp þá eru það oft litl­ir hlut­ir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mik­il­vægt að það sé allt á hreinu og allt und­ir­búið. Það var ein­hver skjáv­ar­pi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeig­andi í aðdrag­anda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjáv­ar­pa,“ sagði Heim­ir við Morgunblaðið.

„Þetta var ekk­ert vanda­mál eft­ir á, en þráður­inn er stutt­ur þegar það er mikið und­ir.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner