Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 16:54
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Auðvelt fyrir Belgíu eftir leikhlé
Mynd: Getty Images
Belgía 3 - 0 Panama
1-0 Dries Mertens ('47)
2-0 Romelu Lukaku ('69)
3-0 Romelu Lukaku ('75)

Belgar mættu nýliðum Panama í fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins og uppskáru sanngjarnan sigur eftir góðan síðari hálfleik.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn þar sem bæði lið fengu góð færi til að skora.

Dries Mertens gerði stórglæsilegt mark í upphafi síðari hálfleiks, áður en Romelu Lukaku hrökk í gang og setti tvö.

Fyrra markið skoraði Lukaku eftir frábæra utanfótar fyrirgjöf Kevin De Bruyne og síðara skoraði hann úr skyndisókn, þegar hann slapp í gegn eftir góðan sprett og sendingu frá Eden Hazard.

Panama tók að sækja meira í kjölfar þriðja marksins og náðu þeir nokkrum fínum skotum en nær komust þeir ekki og 3-0 sigur Belgíu staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner