Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. júní 2018 05:55
Gunnar Logi Gylfason
HM í dag - England og Belgía hefja leik
Enska liðið á æfingu
Enska liðið á æfingu
Mynd: Getty Images
Fótboltaveislan heldur áfram á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í dag.

Í hádeginu mæta frændur okkar Svíar Suður Kóreumönnum. Sá leikur hefst á slaginu 12:00. Með þeim í riðli eru Þýskaland og Mexíkó en Mexíkóar unnu Þjóðverjana í gær, 1-0.

G-riðill hefst svo klukkan 15:00 þegar Belgía mætir Panama. Um er að ræða fyrsta leik Panama á heimsmeistaramóti í sögu þjóðarinnar. Panama og Ísland eru einu nýliðarnir á HM í ár.

Klukkan 18:00 í kvöld hefst svo leikur Túnis og Englands en gríðarleg pressa er á Englandi sem fyrr og enska pressan lætur menn heyra það ef þeir standa sig ekki.

Leikir dagsins:

F-riðill:
12:00 Svíþjóð - Suður Kórea

G-riðill:
15:00 Belgía - Panama
18:00 Túnis - England
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner