Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. júní 2018 08:00
Gunnar Logi Gylfason
Leikmenn Króatíu leita til króatíska liðsins frá 1998
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dejan Lovren, varnarmaður króatíska landsliðsins, hefur gefið það út að leikmenn liðsins hafi leitað til leikmanna liðsins sem fór alla leið í undanúrslit á heimsmeistaramótinu 1998, og endaði í þriðja sæti, fyrir hvatningu.

„Strákarnir frá '98 hafa talað við okkur," segir Lovren.

„Drazen Ladic, sem er í starfsliðinu okkar hér, var í markinu þá. Einn af sjúkraþjálfurunum hér var líka í liðinu," segir Lovren en auðvelt ætti að vera fyrir leikmennina að leita ráða með þessa fyrrum leikmenn í kringum sig alla daga á meðan á mótinu stendur.

„Við horfðum á myndband um hvernig þeir náðu þessum frábæra árangri með landsliðinu. Við gerðum það fyrir hvatningu. Við vitum hvað við viljum og væntingarnar eru mjög háar. Jafnvel þessir fyrrum leikmenn tala um að við erum besta kynslóðin sem þjóðin hefur átt."

„Þegar þú horfir á gæðin í hópnum okkar eru þau ótrúleg. Með þessi gæði þarftu stundum líka smá heppni líka,"
sagði Lovren að lokum.

Króatía leikur gegn Argentínu næst en leikurinn fer fram fimmtudaginn 21. júní, degi fyrir leik okkar Íslendinga gegn Nígeríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner