Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. júní 2018 10:45
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon býður enskum félögum að kaupa Fekir
Powerade
Nabil Fekir.
Nabil Fekir.
Mynd: Getty Images
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: Getty Images
Rhian Brewster.
Rhian Brewster.
Mynd: Getty Images
Það er minna um slúður en oft áður um þessar mundir þar sem Heimsmeistaramótið er í fullum gangi og leikmenn einbeittir að því að gera vel fyrir landsliðin sín.



Manchester United er að undirbúa 60 milljón punda tilboð til að kaupa brasilíska kantmanninn Willian, 29, frá Chelsea. (Daily Mail)

Crystal Palace vill fá Jack Wilshere, 26, frá Arsenal. Wilshere verður samningslaus í sumar og hefur verið sagt að hann sé ekki með fast byrjunarliðssæti undir stjórn Unai Emery. (Mirror)

Lyon hefur boðið enskum félögum að kaupa Nabil Fekir, 24, fyrir 66 milljónir punda. (Sun)

Lazio sættir sig ekki við minna en 35 milljónir punda fyrir brasilíska sóknartengiliðinn Felipe Anderson, 25. West Ham hefur mikinn áhuga. (Mirror)

Paul Pogba, 25, segist ekki vilja ræða framtíð sína. Hann er að einbeita sér að því að gera vel á HM. (Metro)

Fabio Capello segir Juventus hafa gert vel að selja Paul Pogba til Man Utd. Þó hann hafi gert gæfumuninn í ítalska boltanum, þá er ekki hið sama uppi á teningnum í enska boltanum eða með landsliðinu. (Express)

Sergej Milinkovic-Savic, 23 ára miðjumaður Lazio og serbneska landsliðsins, þarf að vera reiðubúinn til að deyja fyrir Man Utd ef hann vill fara þangað. Þetta segir Patrice Evra. (ITV)

Umboðsmaður Mario Balotelli segir hann vera á leið til Marseille (RMC Sport)

Sevilla vill kaupa Marcos Llorente, 23 ára miðjumann Real Madrid. (AS)

Gangi félagaskipti Llorente í gegn opnast leið fyrir Steven N'Zonzi, 29 ára miðjumann Sevilla, til að fara til Arsenal. (Express)

N'Golo Kante, 27, hefur verið orðaður við Real Madrid og PSG að undanförnu. „Í dag er ég hjá Chelsea og með franska landsliðinu á HM, það er eina sem ég er að spá í núna." (Express)

Leicester er við það að festa kaup á James Maddison, 21 árs miðjumanni Norwich. Maddison kemur fyrir 24 milljónir punda. (Daily Mail)

Napoli ætlar að fá Petr Cech, 36, lánaðan frá Arsenal. Pepe Reina varði mark liðsins á nýliðnu tímabili en fer til AC Milan í júlí. (Gazzetta dello Sport)

Framtíð Alisson, 25, er óljós en Real Madrid virðist líklegasti áfangastaðurinn. Chelsea og Liverpool eiga einnig möguleika á að krækja í brasilíska landsliðsmarkvörðinn. (Gazzetta dello Sport)

Rhian Brewster, 17, hefur komist að samkomulagi við Liverpool um nýjan samning. Útlit var lengi vel að hann væri á leið til Borussia M'Gladbach, við litla ánægju Liverpool. (Telegraph)

Eddie Gray, goðsögn hjá Leeds United, er mjög ánægður með ráðninguna á Marcelo Bielsa. (Yorkshire Evening Post)
Athugasemdir
banner
banner
banner