Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 09:45
Magnús Már Einarsson
Maradona: Ekki Messi að kenna gegn Íslandi
Icelandair
Messi komst ekkert áleiðis gegn Íslandi.
Messi komst ekkert áleiðis gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur látið mikið í sér heyra í fjölmiðlum eftir 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu á laugardag.

Maradona hefur hellt sér yfir Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfara, fyrir leikplan hans í leiknum.

Maradona segist ekki kenna Lionel Messi um úrslitin þrátt fyrir að hann hafi klikkað á vítaspyrnu.

„Ég kenni ekki leikmönnum um. Ég gæti kennt þeim um lélega vinnusemi en ég get ekki kennt leikmönnum um. Alls ekki Messi sem gaf allt sem hann gat," sagði Maradona.

„Ég klúðraði fimm vítaspyrnum í röð og ég var ennþá Diego Armando Maradona. Ég tel að liðið hafi ekki tapað tveimur stigum þar sem Messi klúðraði vítaspyrnu."

„Þegar ég sá hann á vellinum þá virkaði hann frekar pirraður. Alveg eins og ég hefði verið. Þetta snerist allt um hann. Hann þurfti alltaf að snúa af sér tvo leikmenn og þegar hann gerði það þá var engin sending opin."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner