Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. júní 2018 11:29
Magnús Már Einarsson
Mesta áhorf á íþróttaviðburð í sögu Íslands
99,6% hlutdeild RÚV á meðan á leik stóð
Icelandair
Úr leiknum á laugardaginn.
Úr leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Metfjöldi horfði á beina sjónvarpsútsendingu frá leik Íslands og Argentínu á RÚV á laugardaginn samkvæmt bráðabirgðatölum frá Gallup. RÚV greinir frá þessu.

60% meðaláhorf var á leikinn á Íslandi en eldra metið var 58,8% áhorf á leik Íslands og Englands á EM í fótbolta 2016 en sá leikur var sýndur í beinni á RÚV og í Sjónvarpi Símans.

Mest mældist áhorfið klukkan 14:54 á laugardaginn sem var síðasta mínútan í uppbótartíma leiksins.

Hlutdeild RÚV á meðan á leik stóð var 99.6% - sem í stuttu máli sýnir að nánast allir sem voru á annað borð með kveikt á sjónvarpi á þessum tíma voru að horfa á leikinn.

Á síðasta HM móti í Brasilíu mældist meðaláhorfið á fyrstu 11 leikina í mótinu 20,5%, samanborið við 22,9% nú, segir í frétt á vef RÚV.
Athugasemdir
banner
banner