Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 20:07
Magnús Már Einarsson
Mið-Ísland og grillveisla hjá landsliðinu í kvöld
Héldu að þeir væru að fara á öryggisfund
Icelandair
Björn Bragi Arnarsson og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Björn Bragi Arnarsson og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir meðlimir úr grínhópnum Mið-Ísland mættu til Gelendzhik í dag til að skemmta leikmönnum íslenska landsliðsins.

Kokkar landsliðsins buðu upp á grillveislu í kvöld auk þess sem strákarnir í Mið-Ísland stigu á svið. Þeim var flogið til Gelendzhik í boði Vodafone sem er einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ.

Björn Bragi Arnarsson, Bergur Ebbi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð Kristinsson stigu allir á stokk og fóru með gamanmál fyrir landsliðið hóteli þess.

Að því loknu mættu þeir á æfingasvæði landsliðsins þar sem þeir fóru með gamanmál fyrir fjölmiðla.

Allir voru þeir á leik Íslands og Argentínu í Moskvu á laugardag en þeir flugu síðan til Gelendzhik í dag. Mikil leynd hvíldi yfir komu þeirra og hvorki landsliðsmenn né fjölmiðlar vissu af sýningunni.

Landsliðsmenn héldu að þeir væru að fara á fund um öryggismál en þess í stað mættu Mið-Ísland strákarnir og tóku uppistand.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók á sýningunni fyrir fjölmiðla.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner