Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 13:01
Elvar Geir Magnússon
Moskítófaraldur í Volgograd - Þar mætast Ísland og Nígería
Icelandair
Völlurinn í Volgugrad.
Völlurinn í Volgugrad.
Mynd: Getty Images
Moskítófluguvandamál er í Volgograd (áður Stalíngrad) þar sem Ísland mætir Nígeríu á föstudaginn.

Eitthvað sem stuðningsmenn Íslands sem mæta á leikinn ættu að hafa í huga.

Borgaryfirvöld hafa gert sitt besta til að reyna að stemma stigu við flugunum, meðal annars hafa þyrlur sveimað yfir leikvanginn og dreift meindýraefni.

Leikvangurinn er alveg við stórfljótið Volgu og það eykur á vandann.

Guardian segir að talið sé að enskir landsliðsmenn hafi fengið mótefni til að forðast moskítóbit en England og Túnis mætast í kvöld.

Sky Sports hætti við fyrirhugaða beina útsendingu frá hótelsvæði Englands í Volgograd í gærkvöldi þar sem moskítófluguský réðist á Kaveh Solhekol fréttamann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner