Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho fær ekki nóg af Íslandi: Sérstakt land
Icelandair
Mourinho er mjög hrifinn af Íslandi.
Mourinho er mjög hrifinn af Íslandi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er mjög hrifinn af íslenska landsliðinu í fótbolta. Hann lét það í ljós eftir 1-1 jafntefli Íslands við Argentínu á laugardaginn.

„Þessir strákar frá Íslandi hafa borðað kjöt í morgunmat frá því þeir voru ungabörn," sagði Mourinho hress eftir leikinn en hann sagði fleira athyglisvert eftir leikinn eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

„Þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Mourinho. „Ísland spilar að sínum takmörkum og þeir voru þéttir fyrir. Á tímapunkti í leiknum voru þeir með níu menn og markvörðinn inn í teignum á öðrum tímapunkti voru þeir með alla sína menn inn í teignum."

Mourinho var gríðarlega hrifinn af varnarleik Íslands og hélt áfram að nefna að strákarnir hefðu verið „þéttir fyrir".

„Sérstakt land"
Mourinho er sérfræðingur á rússnesku sjónvarpsstöðinni RT, Russia Today, á meðan Heimsmeistaramótið stendur yfir.

Eftir leikinn við Ísland var honum greint frá því að Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, mætir á Ölver í Glæsibæ fyrir hvern einasta landsleik á Laugardalsvelli. Þar heldur hann fundi með Tólfunni, stuðningsmannasveit Íslands, greinir frá byrjunarliðinu og talar um komandi landsleik.

„Þetta er sérstakt land," sagði Mourinho brosandi þegar hann heyrði af þessu. „Það er allt rólegt þarna, allt án pressu. Íslendingar eru svo ánægðir að vera Íslendingar, svo ánægðir að landinu þeirra gangi svona vel í fótbolta, svo ánægðir og stoltir að fara á HM og EM."

„Sambandið á milli leikmanna og þjálfarans, allt er rólegt og þú finnur fyrir því. Mun einhver á Íslandi gagnrýna þá fyrir að spila með 10 manna varnarmúr? Nei, enginn. Þeim verður hrósað fyrir þessa frábæru frammistöðu."

Mourinho benti þó Argentínumönnum á að mótið sé ekki búið fyrir þá. „Portúgal varð Evrópumeistari án þess að vinna leik í riðlakeppninni," sagði Mourinho.

Að lokum sagði Mourinho að Ísland gæti klárlega komist upp úr riðlinum þrátt fyrir að hann hefði ekki spáð þeim upp í fyrstu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner