Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Ndidi: Þurfum að leggja allt í leikinn við Ísland
Icelandair
Wilfried Ndidi spilar með Leicester.
Wilfried Ndidi spilar með Leicester.
Mynd: Getty Images
Wilfred Ndidi, miðjumaður Leicester og nígeríska landsliðsins, segir að liðið verði að vinna Ísland í Volgograd á föstudaginn.

Eftir tap gegn Króatíu í fyrsta leik er ljóst að Nígería er úr leik ef Ísland vinnur leikinn á föstudag.

„Auðvitað verðum við að vinna. Við þurfum að leggja allt í þennan leik," sagði Ndidi í viðtali við BBC.

„Við erum án stiga og ekki búnir að skora. Við erum í 4. sæti í riðlinum. Við verðum að leggja allt í þetta til að komast áfram á í næstu umferð."

Ndidi átti gott tímabil með Leicester en hann er einn af mörgum leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni í liðinu. Af öðrum leikmönnum þar má nefna Victor Moses (Chelsea), Alex Iwobi (Arsenal), Kelechi Iheanacho (Leicester) og Ahmed Musa (Leicester).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner