Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 15:45
Arnar Daði Arnarsson
Ótrúleg tölfræði Hannesar gegn Ronaldo og Messi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á samfélagsmiðlum gengur á milli manna mynd af tölfræði sem sýnir ótrúlegar tölur frá leikjum Íslands gegn Portúgal á EM í Frakklandi 2016 og úr leiknum gegn Argentínu frá því á laugardaginn á HM í Rússlandi.

Á myndinni sem hægt er að sjá hér að neðan, sést að bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi tveir bestu knattspyrnumenn í heimi í dag reyndu samtals 22 skot að marki Íslands en ekkert þeirra fór framhjá landsliðsmarkverðinum, Hannesi Þór Halldórssyni.

Hannes Þór varði til að mynda vítaspyrnu frá Lionel Messi á laugardaginn síðastliðnum í 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu. Ísland gerði einnig 1-1 jafntefli gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal á EM í Frakklandi 2016.

Hannes Þór var valinn maður leiksins í leiknum gegn Argentínu á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner