Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Pogba segir engan meira gagnrýndan en hann
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður franska landsliðsins, er ekki ánægður með það hversu mikið hann er gagnrýndur og segir engan leikmann í heiminum vera jafn mikið gagnrýndur og hann sjálfur.

„Ég kemst upp með færri mistök en aðrir," segir Pogba, „ég fór frá því að vera dýrasti leikmaður heims í að vera mest gagnrýndi leikmaður heims. Gagnrýnendur eru alltaf hérna. Þannig er fótboltinn."

„Þegar ég var lítill, með vinum mínum, þá gerðum við alltaf grín að hvorum öðrum og sögðum „þú varst góður" eða „þú varst lélegur". Það er það sem gerist á fótboltavellinum og ég fer með gagnrýni núna eins og þegar ég spilaði með vinum mínum sem krakki."

„Ég hlusta aldrei á það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner