Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 15:35
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex: Vona að ég komi aftur til Nordsjælland síðar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hefur gengið til liðs við Dijon í frönsku úrvalsdeildinni eftir fjögur og hálft ár hjá FC Nordsjælland í Danmörku.

Hinn 23 ára gamli Rúnar Alex kom ungur til Nordsjælland frá KR og kveður danska félagið með söknuði.

„Tími minn hjá FCN hefur verið stórkostlegur frá fyrsta degi. Ég á eftir að sakna félagsins mikið," sagði Rúnar Alex við heimasíðu Nordsjælland í dag.

„Ég á eftir að sakna þessa frábæra fólks sem ég hef kynnst hjá félaginu. Bæði íþróttalega séð, starfsfólki og stuðningsmönnum."

„FCN er virkilega einstakt og stórkostlegt félag og ég vona að ég geti komið aftur til félagsins síðar í lífinu. Ég kom hingað sem ungur drengur með drauma og ég fer héðan sem ungur maður með nýja drauma."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner