Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 11:10
Elvar Geir Magnússon
Rússneska lögreglan heimsótti 50 fótboltabullur í borginni sem Ísland fer til næst
'Móðurlandið kallar' er ein frægasta stytta heims en hún er staðsett í Volgograd.
'Móðurlandið kallar' er ein frægasta stytta heims en hún er staðsett í Volgograd.
Mynd: Getty Images
Um 2.500 stuðningsmenn enska landsliðsins eru mættir til Volgograd (áður Stalíngrad) þar sem England og Túnis mætast í kvöld.

Á sama stað mun Ísland mæta Nígeríu á föstudaginn.

Borgin er svo sannarlega söguleg en þar var vendipunktur í seinni heimsstyrjöldinni þegar 'Orrustan um Stalíngrad' fór fram. Hún er af mörgum talin vera blóðugasta orrusta mannkynssögunnar en hátt í 2 milljónir manna voru myrtir, limlestir eða handteknir.

Öryggisgæsla er í hæstu hæðum í borginni. Mirror segir frá því að lögreglan hafi heimsótt um 50 alræmdar fótboltabullur sem þar búa og tilkynnti þeim að það væri fylgst gaumgæfilega með þeim allan sólarhringinn og þær handteknar ef þær myndu vera í grennd við leikvanginn.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hafði opinberlega sagt að sérlega hart væri tekið á þeim sem væru með ofbeldi í garð erlendra fótboltaáhugamanna sem myndu heimsækja landið.

Allt hefur gengið eins og í sögu í skipulagningu HM hingað til og segir blaðamaður Mirror að stemningin í Volgograd sé frábær.

„Fólk varaði mig við því að koma hingað með félögunum. Hér sit ég með bjór við höndina og bros á andlitinu," sagði lagerstjórinn Paul Elliott frá Coventry í samtali við Mirror.
Athugasemdir
banner
banner
banner