Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. júní 2018 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate: Hefði líka verið stoltur af jafntefli
Southgate ræðir við Jordan Henderson í kvöld.
Southgate ræðir við Jordan Henderson í kvöld.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var sáttur með sigurinn á Túnis á HM í Rússlandi í kvöld.

Það stefndi lengi vel í 1-1 jafntefli í Volgograd þangað til í uppbótartíma þegar Harry Kane skoraði sitt annað mark og tryggði Englandi sigurinn.

„Ég var ánægður með það hvernig við spiluðum í gegnum leikinn, líka á síðustu mínútunum þegar klukkan tifaði. Við vorum þolinmóðir og áttum sigurinn skilið," sagði Soutgate eftir leikinn.

„Við sköpuðum svo mörg dauðafæri, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, og við stjórnuðum seinni hálfleiknum algjörlega. Við vorum sterkir í föstum leikatriðum. Jafnvel þó svo að ef við hefðum gert jafntefli, þá hefðum við verið stoltir af frammistöðunni."

Næsti leikur Englands er á sunnudag við Panama.
Athugasemdir
banner
banner
banner