Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 12:31
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Nígeríu: Verðum að vinna Ísland
Icelandair
Gernot Rohr veifar í Rússlandi.
Gernot Rohr veifar í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Gernot Rohr, Þjóðverjinn sem þjálfar Nígeríu, heldur í bjartsýnina þrátt fyrir tapið gegn Króatíu í fyrstu umferð. Hann segir að liðið eigi enn góða möguleika á að komast áfram.

Rohr hefur fengið talsverða gagnrýni í Nígeríu en sparkspekingar þar eru ekki hrifnir af því hvernig hann stillti liðinu upp gegn Króötum.

Nígeríumenn mæta Íslandi í Volgograd á föstudag en leikurinn verður 15 að íslenskum tíma.

„Við vorum vonsviknir með leikinn gegn Króatíu. Við erum með yngsta liðið á HM og reynsluleysi kom okkur um koll. Í báðum mörkunum gerum við mistök í hornspyrnum," segir Rohr.

„Við verðum að vinna Íslands. Ef við vinnum þann leik þá eru allir möguleikar opnir á því að komast áfram."

Rohr segist hafa verið ánægður með varnarskipulag sinna manna gegn Krótaíu en að lið hans þurfi að skapa sér fleiri marktækifæri.

Hér að neðan má sjá hvernig byrjunarlið Nígeríu var gegn Króötum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner