Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. júní 2018 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vesen skapaðist í flugi Sádí-Arabíu
Náðu sem betur fer að lenda örugglega
Sádar mæta Úrúgvæ á miðvikudag.
Sádar mæta Úrúgvæ á miðvikudag.
Mynd: Getty Images
Landslið Sádí-Arabíu er lent í borginni Rostov-On-Don eftir skrautlega flugferð. Liðið mætir Úrúgvæ í borginni á miðvikudaginn.

Vélarbilun átti sér stað í flugvélinni í miðju flugi en sem betur fer náði flugvélin að lenda örugglega í Rostov-On-Don.

„Knattspyrnusamband Sádí-Arabíu vill fullvissa alla um að landsliðsmenn Sádí-Arabíu eru öruggir eftir tæknibilun í einni vél flugvélarinnar. Flugvélin er lent í Rostov-On-Don og liðið er núna á leið upp á hótel," sagði í yfirlýsingu knattspyrnusambandsins.

Sádí-Arabía tapaði opnunarleiknum á HM 5-0 fyrir Rússlandi. Liðið verður að forðast tap gegn Úrúgvæ á miðvikudaginn til þess að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram.

Sjá einnig:
Leikmönnum Sádí-Arabíu verður refsað
Athugasemdir
banner
banner
banner