Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   þri 18. júní 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Everton vill meira en 70 milljónir fyrir Branthwaite
Branthwaite á þrjú ár eftir af samningi sínum við Everton.
Branthwaite á þrjú ár eftir af samningi sínum við Everton.
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um áhuga Manchester United á Jarrad Branthwaite, 21 árs miðverði Everton, en félögin eru ekki að ná samkomulagi um kaupverð.

Everton hefur hafnað opnunartilboði Man Utd sem hljóðaði upp á um það bil 45 milljónir punda.

Enskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Everton sé reiðubúið til að selja miðvörðinn sinn fyrir 60-70 milljónir punda, en Sky Sports segir það ekki vera rétt.

Samkvæmt heimildum Sky er Everton ekki reiðubúið til að selja Branthwaite fyrir minna en 75 milljónir. Félagið telur hann vera í sama verðflokki og Harry Maguire, Wesley Fofana og Josko Gvardiol.

Branthwaite spilaði 41 leik með Everton á nýliðnu tímabili og fékk einnig að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner
banner