Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 18. júlí 2013 21:52
Magnús Þór Jónsson
Kristinn: Ég met möguleikana 50 - 50
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Kristinn Jónsson var að mati pistlahöfunds besti leikmaður Blika í leik þeirra gegn Sturm Graz í kvöld, óþreytandi bæði varnar- og sóknarlega.  Aðspurður hvort að næsta hlaup hans væri ekki ofan í ísbað var svarið:

Já ég býst bara alveg við því, næstu tveir dagar fara bara í að "recovera" og fara ofan í ísbaðið.



Kristinn var ánægður með að Blikar næðu að fylgja því leikskipulagi sem þeir lögðu upp með í kvöld.

Við færðum ekki nóg í byrjun, bæði hægra megin og vinstra megin en eftir fyrstu 15 mínúturnar fannst mér þeir ekki vera að valda neinum vandræðum.

Óli lagði leikinn gífurlega vel upp og ég vill meina að það hafi virkað mjög vel í þessum leik.


En kitlaði ekkert að koma framar á völlinn og reyna að setja mark á Sturm-menn?

Nei, við vorum búnir að ákveða fyrir leikinn að halda skipulagi, halda hreinu og vona að við næðum að breika á þá og skora.

En hvernig metur Kristinn möguleika Blika í seinni leiknum?

Ég myndi bara meta þetta 50 - 50 eftir frábær úrslit í dag.  Ef við náum að skora úti erum við í gífurlega góðum málum.

Nánar er rætt við Kristinn, t.d. um breytingu á leikskipulagi fyrir leikinn, ólíkum verkefnum Blika framundan og síðasta hluta leiksins þar sem þreytan fór að gera vart við sig hjá liðunum í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner