Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   fim 18. júlí 2013 21:52
Magnús Þór Jónsson
Kristinn: Ég met möguleikana 50 - 50
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Kristinn Jónsson var að mati pistlahöfunds besti leikmaður Blika í leik þeirra gegn Sturm Graz í kvöld, óþreytandi bæði varnar- og sóknarlega.  Aðspurður hvort að næsta hlaup hans væri ekki ofan í ísbað var svarið:

Já ég býst bara alveg við því, næstu tveir dagar fara bara í að "recovera" og fara ofan í ísbaðið.



Kristinn var ánægður með að Blikar næðu að fylgja því leikskipulagi sem þeir lögðu upp með í kvöld.

Við færðum ekki nóg í byrjun, bæði hægra megin og vinstra megin en eftir fyrstu 15 mínúturnar fannst mér þeir ekki vera að valda neinum vandræðum.

Óli lagði leikinn gífurlega vel upp og ég vill meina að það hafi virkað mjög vel í þessum leik.


En kitlaði ekkert að koma framar á völlinn og reyna að setja mark á Sturm-menn?

Nei, við vorum búnir að ákveða fyrir leikinn að halda skipulagi, halda hreinu og vona að við næðum að breika á þá og skora.

En hvernig metur Kristinn möguleika Blika í seinni leiknum?

Ég myndi bara meta þetta 50 - 50 eftir frábær úrslit í dag.  Ef við náum að skora úti erum við í gífurlega góðum málum.

Nánar er rætt við Kristinn, t.d. um breytingu á leikskipulagi fyrir leikinn, ólíkum verkefnum Blika framundan og síðasta hluta leiksins þar sem þreytan fór að gera vart við sig hjá liðunum í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner