Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   fim 18. júlí 2013 21:37
Magnús Þór Jónsson
Óli Kristjáns: Ágætt að eiga ása upp í erminni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var sáttur við leik sinna manna gegn Sturm Graz í kvöld.

Fyrstu tvær voru góðar, næstu þrettán slæmar því þá gáfum við ekki nógu góða völdun á ytri mennina, þegar það lagaðist fannst mér það skána og í seinni hálfleik ennþá betra.

Markmiðið fyrir þennan leik var að halda hreinu og sjá hvað við gætum fengið af molum til að setja á þá og vera lifandi fyrir seinni leikinn.

Ólafur hefur undirbúið liðið lengi fyrir þennan leik, allt frá því í vetur.

Við breyttum aðeins um leikuppstillingu, fórum í 3-5-2 sem á köflum var 5-3-2.

Við spiluðum þetta í fyrra gegn KR og nokkra leiki í Lengjubikar í vetur til þess að undirbúa okkur fyrir svona leiki þar sem við þyrftum að verjast.breiðar og aftar en við erum vanir.


Langaði hann ekkert að pressa á Grazarana ofar á vellinum?

Ef þú kíkir á evrópuleiki íslenskra liða þá er það oft þannig að þegar það kitlar að sækja og stuð verður í stúkunni þá missa menn boltann og fá á sig mark í andlitið.  Við vildum sækja af hóflegri skynsemi í þessum fyrstu fjórðungum.

En ætlar Óli að stilla upp á sama hátt úti í Austurríki?

Ég veit það ekki, ég sest niður í kvöld og skoða málin, nú er að sjá hvað Austurríkismennirnir gera og það er ágætt að eiga einhverja ása uppi í erminni.

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir fréttinni. Þar spjallar hann um framlag leikmannanna, sóknarfærin og lærdóminn sem Blikar drógu af leiknum gegn Rosenberg úti í sömu keppni í fyrra.
Athugasemdir
banner