Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 18. júlí 2013 21:37
Magnús Þór Jónsson
Óli Kristjáns: Ágætt að eiga ása upp í erminni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var sáttur við leik sinna manna gegn Sturm Graz í kvöld.

Fyrstu tvær voru góðar, næstu þrettán slæmar því þá gáfum við ekki nógu góða völdun á ytri mennina, þegar það lagaðist fannst mér það skána og í seinni hálfleik ennþá betra.

Markmiðið fyrir þennan leik var að halda hreinu og sjá hvað við gætum fengið af molum til að setja á þá og vera lifandi fyrir seinni leikinn.

Ólafur hefur undirbúið liðið lengi fyrir þennan leik, allt frá því í vetur.

Við breyttum aðeins um leikuppstillingu, fórum í 3-5-2 sem á köflum var 5-3-2.

Við spiluðum þetta í fyrra gegn KR og nokkra leiki í Lengjubikar í vetur til þess að undirbúa okkur fyrir svona leiki þar sem við þyrftum að verjast.breiðar og aftar en við erum vanir.


Langaði hann ekkert að pressa á Grazarana ofar á vellinum?

Ef þú kíkir á evrópuleiki íslenskra liða þá er það oft þannig að þegar það kitlar að sækja og stuð verður í stúkunni þá missa menn boltann og fá á sig mark í andlitið.  Við vildum sækja af hóflegri skynsemi í þessum fyrstu fjórðungum.

En ætlar Óli að stilla upp á sama hátt úti í Austurríki?

Ég veit það ekki, ég sest niður í kvöld og skoða málin, nú er að sjá hvað Austurríkismennirnir gera og það er ágætt að eiga einhverja ása uppi í erminni.

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir fréttinni. Þar spjallar hann um framlag leikmannanna, sóknarfærin og lærdóminn sem Blikar drógu af leiknum gegn Rosenberg úti í sömu keppni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner