Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fim 18. júlí 2013 21:37
Magnús Þór Jónsson
Óli Kristjáns: Ágætt að eiga ása upp í erminni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var sáttur við leik sinna manna gegn Sturm Graz í kvöld.

Fyrstu tvær voru góðar, næstu þrettán slæmar því þá gáfum við ekki nógu góða völdun á ytri mennina, þegar það lagaðist fannst mér það skána og í seinni hálfleik ennþá betra.

Markmiðið fyrir þennan leik var að halda hreinu og sjá hvað við gætum fengið af molum til að setja á þá og vera lifandi fyrir seinni leikinn.

Ólafur hefur undirbúið liðið lengi fyrir þennan leik, allt frá því í vetur.

Við breyttum aðeins um leikuppstillingu, fórum í 3-5-2 sem á köflum var 5-3-2.

Við spiluðum þetta í fyrra gegn KR og nokkra leiki í Lengjubikar í vetur til þess að undirbúa okkur fyrir svona leiki þar sem við þyrftum að verjast.breiðar og aftar en við erum vanir.


Langaði hann ekkert að pressa á Grazarana ofar á vellinum?

Ef þú kíkir á evrópuleiki íslenskra liða þá er það oft þannig að þegar það kitlar að sækja og stuð verður í stúkunni þá missa menn boltann og fá á sig mark í andlitið.  Við vildum sækja af hóflegri skynsemi í þessum fyrstu fjórðungum.

En ætlar Óli að stilla upp á sama hátt úti í Austurríki?

Ég veit það ekki, ég sest niður í kvöld og skoða málin, nú er að sjá hvað Austurríkismennirnir gera og það er ágætt að eiga einhverja ása uppi í erminni.

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir fréttinni. Þar spjallar hann um framlag leikmannanna, sóknarfærin og lærdóminn sem Blikar drógu af leiknum gegn Rosenberg úti í sömu keppni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner