Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 18. júlí 2013 21:37
Magnús Þór Jónsson
Óli Kristjáns: Ágætt að eiga ása upp í erminni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var sáttur við leik sinna manna gegn Sturm Graz í kvöld.

Fyrstu tvær voru góðar, næstu þrettán slæmar því þá gáfum við ekki nógu góða völdun á ytri mennina, þegar það lagaðist fannst mér það skána og í seinni hálfleik ennþá betra.

Markmiðið fyrir þennan leik var að halda hreinu og sjá hvað við gætum fengið af molum til að setja á þá og vera lifandi fyrir seinni leikinn.

Ólafur hefur undirbúið liðið lengi fyrir þennan leik, allt frá því í vetur.

Við breyttum aðeins um leikuppstillingu, fórum í 3-5-2 sem á köflum var 5-3-2.

Við spiluðum þetta í fyrra gegn KR og nokkra leiki í Lengjubikar í vetur til þess að undirbúa okkur fyrir svona leiki þar sem við þyrftum að verjast.breiðar og aftar en við erum vanir.


Langaði hann ekkert að pressa á Grazarana ofar á vellinum?

Ef þú kíkir á evrópuleiki íslenskra liða þá er það oft þannig að þegar það kitlar að sækja og stuð verður í stúkunni þá missa menn boltann og fá á sig mark í andlitið.  Við vildum sækja af hóflegri skynsemi í þessum fyrstu fjórðungum.

En ætlar Óli að stilla upp á sama hátt úti í Austurríki?

Ég veit það ekki, ég sest niður í kvöld og skoða málin, nú er að sjá hvað Austurríkismennirnir gera og það er ágætt að eiga einhverja ása uppi í erminni.

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir fréttinni. Þar spjallar hann um framlag leikmannanna, sóknarfærin og lærdóminn sem Blikar drógu af leiknum gegn Rosenberg úti í sömu keppni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner