Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. júlí 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Davíð Viðars: Kæmi mér ekki á óvart ef þeir spila eins
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér fannst við vera sterkara liðið í fyrri leiknum en úrslitin voru ekki í samræmi við það. Ef við náum upp tempói og hraða í spilið hjá okkur og náum að opna þá, þá eru mjög góðir möguleikar á að fara áfram," segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, um möguleikana gegn Víkingi frá Götu í Meistaradeildinni í kvöld.

FH gerði 1-1 jafntefli við Víking á heimavelli í síðustu viku en í kvöld mætast liðin í Færeyjum. Leikurinn í kvöld fer fram á Þórsvelli þar sem að heimavöllur Víkings stenst ekki kröfur UEFA.

„Mér fannst við vera betra liðið í fyrri leiknum en maður veit ekki hvernig þeir koma út á heimavelli. Þeir eru að spila á velli sem þeir þekkja betur, þó að þetta sé ekki heimavöllurinn þeirra."

„Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir spila eins og í fyrri leiknum þar sem þeim gekk ágætlega. Við höfum hins vegar fulla trú á þessu. Við teljum að við getum skorað mark og farið áfram."


Davíð reiknar með ágætis mætingu á völlinn í Færeyjum í kvöld.

„Við komum í gær og fórum strax á æfingu. Við fórum síðan í skemmtilega rútuferð á hótelið. Það er skortur á hótelum hérna og við þurftum að fara nyrst í Færeyjar til að finna hótelið. Maður hefur ekki orðið var við mikla stemningu fyrir leiknum ennþá en ég hef heyrt að það eigi að vera eitthvað af fólki á vellinum. Þeir telja sig eiga góða möguleika á að gera eitthvað stórt eftir úrslitin í fyrri leiknum og ég á von á því að það verði hellingur af fólki á vellinum og fín stemning," sagði Davíð að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner