þri 18. júlí 2017 21:57
Elvar Geir Magnússon
Tilburg, Hollandi
Elín Metta mætti ekki í viðtöl eftir leikinn
Elín Metta eftir lokaflautið.
Elín Metta eftir lokaflautið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen, leikmaður Íslands, var niðurbrotin og brast í grát eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. Elín fékk dæmda á sig vítaspyrnu seint í leiknum og úr henni skoruðu Frakkar sigurmarkið.

Elín hafði komið inn sem varamaður á 82. mínútu og var búin að vera á vellinum í örfáar mínútur þegar hún var dæmd brotleg.

Niðurstaðan ansi svekkjandi tap íslenska liðsins. Leikplanið hafði gengið vel og erfitt að kyngja því að liðið fari tómhent úr þessu verkefni.

Elín mætti ekki á viðtalssvæði leikmanna eftir leikinn til að ræða við fjölmiðla.

Upplýsingar fengust frá fjölmiðlafulltrúa KSÍ að Elín yrði ekki í boði í viðtöl á þessari stundu en það væri hægt að ræða við hana á æfingasvæði Íslands á morgun.

Smelltu hér til að skoða textalýsingu frá leiknum

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner