Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 18. ágúst 2013 19:02
Jóhann Óli Eiðsson
Pepsi-deildin: Stórsigur FH á Skaganum - Björn Daníel skoraði fjögur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tveimur leikjum er lokið í Pepsi-deild karla í kvöld. Í Vestmannaeyjum gerðu heimamenn jafntefli við Víking Ólafsvík en á Akranesi vann FH stórsigur á ÍA.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Víðir Þorvarðarson Eyjamönnum yfir en undir lokin jafnaði Farid Zato fyrir gestina. Leikurinn þótti hin minnsta skemmtun.

Það var töluvert annað í boði upp á Skaga í dag en alls átta mörk litu dagsins ljós. Kári Ársælsson kom ÍA yfir en Björn Daníel Sverrisson jafnaði leikinn. Guðmann Þórisson kom FH í uppbótartíma fyrri hálfleiks en í upphafi þess síðari jafnaði varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason.

Þegar hálftími lifði leiks fékk Arnar Már Guðjónsson að líta rauða spjaldið og gengu gestirnir á lagið. Björn Daníel skoraði strax mínútu síðar og Brynjar Ásgeir Guðmundsson jók muninn. Björn Daníel fullkomnaði þrennuna þegar sjö mínútur voru eftir og bætti marki við áður en leiknum lauk. FH-ingar því á toppnum að minnsta kosti eitthvað frameftir kvöldi.

ÍBV 1 - 1 Víkingur Ólafsvík
1 - 0 Víðir Þorvarðarson ('67)
1 - 1 Farid Zato ('82)

ÍA 2 - 6 FH
1-0 Kári Ársælsson ('22)
1-1 Björn Daníel Sverrisson ('35)
1-2 Guðmann Þórisson ('45)
2-2 Jón Vilhelm Ákason ('49)
2-3 Björn Daníel Sverrisson ('59)
2-4 Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('66)
2-5 Björn Daníel Sverrisson ('83)
2-6 Björn Daníel Sverrisson ('88)
Rautt spjald: Arnar Már Guðjónsson, ÍA ('58)
Athugasemdir
banner
banner
banner