Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 18. ágúst 2014 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Árni Vill: Þið verðið að sjá þetta í sjónvarpinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var auðvitað í skýjunum með þriggja marka sigur liðsins á Fram í kvöld.

Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem þótti ansi umdeilt en Hafsteinn Briem sendi þá lausa sendingu aftur á Denis Cardaklija í marki Fram. Árni hljóp inn í aukaspyrnu Hafsteins og skoraði.

,,Við vorum þolinmóðir. Mér fannst við allan tímann vera með þennan leik undir control, við biðum bara og nýttum okkar sénsa og þegar við komum í seinni hálfleik var jákvætt að halda hreinu, vera þolinmóðir og skora síðan þrjú mörk," sagði Árni við fjölmiðla.

,,Mér fannst við betri aðilinn í dag og ég var virkilega sáttur með þessa spilamennsku."

,,Þeir tóku bara aukaspyrnu og ég var fljótur að átta mig á að boltann hafi verið kominn í leik. Ég náði honum og náði að setja hann framhjá markmanninum. Þið verðið að sjá þetta í sjónvarpinu, ég var viss um að hann hafi verið að taka hana."

,,Við horfum bara á einn leik í einu og næsti leikur er jafn mikilvægur og þessi leikur, þetta eru bara bikarúrslitaleikir núna og við ætlum að gera allt til þess að klára það og ná í næstu þrjú stig,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner