Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var auðvitað í skýjunum með þriggja marka sigur liðsins á Fram í kvöld.
Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem þótti ansi umdeilt en Hafsteinn Briem sendi þá lausa sendingu aftur á Denis Cardaklija í marki Fram. Árni hljóp inn í aukaspyrnu Hafsteins og skoraði.
,,Við vorum þolinmóðir. Mér fannst við allan tímann vera með þennan leik undir control, við biðum bara og nýttum okkar sénsa og þegar við komum í seinni hálfleik var jákvætt að halda hreinu, vera þolinmóðir og skora síðan þrjú mörk," sagði Árni við fjölmiðla.
,,Mér fannst við betri aðilinn í dag og ég var virkilega sáttur með þessa spilamennsku."
,,Þeir tóku bara aukaspyrnu og ég var fljótur að átta mig á að boltann hafi verið kominn í leik. Ég náði honum og náði að setja hann framhjá markmanninum. Þið verðið að sjá þetta í sjónvarpinu, ég var viss um að hann hafi verið að taka hana."
,,Við horfum bara á einn leik í einu og næsti leikur er jafn mikilvægur og þessi leikur, þetta eru bara bikarúrslitaleikir núna og við ætlum að gera allt til þess að klára það og ná í næstu þrjú stig," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir