Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 18. ágúst 2014 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Árni Vill: Þið verðið að sjá þetta í sjónvarpinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var auðvitað í skýjunum með þriggja marka sigur liðsins á Fram í kvöld.

Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem þótti ansi umdeilt en Hafsteinn Briem sendi þá lausa sendingu aftur á Denis Cardaklija í marki Fram. Árni hljóp inn í aukaspyrnu Hafsteins og skoraði.

,,Við vorum þolinmóðir. Mér fannst við allan tímann vera með þennan leik undir control, við biðum bara og nýttum okkar sénsa og þegar við komum í seinni hálfleik var jákvætt að halda hreinu, vera þolinmóðir og skora síðan þrjú mörk," sagði Árni við fjölmiðla.

,,Mér fannst við betri aðilinn í dag og ég var virkilega sáttur með þessa spilamennsku."

,,Þeir tóku bara aukaspyrnu og ég var fljótur að átta mig á að boltann hafi verið kominn í leik. Ég náði honum og náði að setja hann framhjá markmanninum. Þið verðið að sjá þetta í sjónvarpinu, ég var viss um að hann hafi verið að taka hana."

,,Við horfum bara á einn leik í einu og næsti leikur er jafn mikilvægur og þessi leikur, þetta eru bara bikarúrslitaleikir núna og við ætlum að gera allt til þess að klára það og ná í næstu þrjú stig,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner