Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. ágúst 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Ætlar ekki aftur úr að ofan ef hann skorar fyrir Grindavík
Juanma fagnar marki sínu.
Juanma fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Juanma Ortiz, framherji Grindvíkinga, segist ekki ætla að rífa sig aftur úr treyjunni til að fagna marki.

Juanma átti afskaplega tíðindamikla innkomu af bekknum í 3-2 sigri á ÍA vikunni. Hann kom inn þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Á þeim kafla fiskaði hann víti, skoraði sigurmarkið og fékk tvö gul spjöld og þar með rautt. Fyrra gula spjaldið fékk hann fyrir að rífa sig úr að ofan þegar hann fagnaði sigurmarkinu.

„Þetta var í fyrsta skipti sem ég geri þetta á ferlinum og líklega það síðasta," sagði Juanma við Fótbolta.net aðspurður út í fagnið.

Juanma hefur verið að glíma talsvert við meiðsli á þessu ári. „Ég hef verið meiddur í fjóra mánuði á árinu og þá hef ég verið einmanna í endurhæfingu," sagði Juanma.

„Ég hugsaði ekkert eftir að ég skoraði markið. Þetta voru tilfinningarnar sem réðu eftir fjóra mánuði af meiðslum. Eftir leik hugsaði ég með mér að ég muni ekki fagna svona aftur. Hver veit hvað gerist samt ef ég skora á lokamínútunni einhverntímann, þá geta tilfinningarnar tekið yfir."

Síðara gula spjaldið fékk Juanma fyrir að brjóta á Árna Snæ Ólafssyni markverði ÍA sem var kominn nálægt miðlínu með boltann.

„Síðara gula spjaldið var bara brot. Ég var ekki að stöðva skyndisókn," sagði Juanma á ensku áður en hann bætti við á íslensku: „Þetta var bara öxl í öxl!"

Grindavík náði langþráðum sigri gegn ÍA eftir fjögur töp í röð í Pepsi-deildinni. „Ég er mjög ánægður með að geta hjálpað liðinu og með það að hafa skorað sigurmarkið," sagði Juanma að lokum en hann verður í leikbanni þegar Grindavík heimsækir Val á mánudaginn.

Hér að neðan eru fleiri myndir af fagninu hjá Juanma.
Athugasemdir
banner
banner
banner