Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. ágúst 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
Barcelona ætlar að landa Coutinho - Costa til Everton?
Powerade
Everton vill fá Costa á láni.
Everton vill fá Costa á láni.
Mynd: Getty Images
Jonny Evans gæti verið á leið til Manchester City.
Jonny Evans gæti verið á leið til Manchester City.
Mynd: Getty Images
Tæpar tvær vikur eru í að félagaskiptaglugginn á Englandi loki. Ensku slúðurblöðin eru með puttann á púlsinum.



Tottenham er nálægt því að kaupa varnarmanninn Davinson Sanchez (21) frá Ajax. (Telegraph)

Sanchez kostar Tottenham 28 milljónir punda en mögulega bætast við 14 milljónir punda ef hann stendur sig vel hjá félaginu. (Indpendent)

Manchester City er tilbúið að bjóða 22 milljónir punda í Jonny Evans (29), miðvörð WBA, eftir að tilboði upp á 18 milljónir punda var hafnað. Evans er með 75 þúsund pund í laun á viku hjá WBA en City er tilbúið að tvöfalda þá upphæð. (Mirror)

Juventus hefur hafnað 63 milljóna punda tilboði frá Chelsea í vængbakvörðinn Alex Sandro. (Mirror)

Robert Fernandez, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, segir að erfitt verði að kaupa Philippe Coutinho frá Liverpool þar sem hann er ekki með riftunarverð í samningi sínum. (Liverpool Echo)

Barcelona ætlar að reyna að berjast við að fá Coutinho allt þar til að félagaskiptaglugginn lokar. Reikna má með nýju tilboði frá félaginu á næstunni (Telegraph)

Diego Costa (28) ætlar ekki að snúa aftur til Chelsea. Hann segist vilja ganga í raðir Atletico Madrid. (Telegraph)

Everton gæti reynt að fá Costa á láni frá Chelsea. (Sun)

Kevin Wimmer (24), varnarmaður Tottenham, er í viðræðum við WBA en hann gæti farið þangað á 15 milljónir punda. (Telegraph)

Stoke vill líka kaupa Wimmer. (Stoke Sentinel)

Gabriel (26), varnarmaður Arsenal, er á leið til Valencia á tíu milljónir punda. (Evening Standard)

Framkvæmdastjóri Borussia Dortmund segir að Barcelona sé ekki nálægt því að ná samkomulagi um kaupverð á framherjanum Ousmane Dembele. (Kicker)

Sunderland gæti misst miðjumanninn Didier Ndong (23) til Celta Vigo. (Daily Star)

Southampton er nálægt því að fá hollenska varnarmanninn Wesley Hoedt (23) frá Lazio á 15 milljónir punda. (Daily Mail)

Manchester United hefur ekki ennþá gefið upp alla von í baráttunni um Ivan Perisic (28) kantmann Inter. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner