Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. ágúst 2017 16:15
Elvar Geir Magnússon
Dembele skildi allt eftir í rusli í íbúð Klopp
Osmane Dembele.
Osmane Dembele.
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele hefur yfirgefið Þýskaland og er í Frakklandi þar sem hann vinnur að því að fá Borussia Dortmund til að selja sig til Barcelona.

Samkvæmt frétt Bild skildi þessi tvítugi leikmaður íbúðina sem hann hafði í Þýskalandi eftir í algjöru rusli. Hann leigir íbúðina frá stjóra Liverpool, Jurgen Klopp, og eiginkonu hans.

Klopp er væntanlega ekki sáttur við það hvernig strákurinn skildi íbúðina eftir.

Dortmund hefur sett 130 milljóna punda verðmiða á Dembele sem hefur ekki mætt á æfingar og spilar ekki fyrsta leik liðsins um helgina.

Dortmund hefur þegar hafnað 90 milljóna punda tilboði (auk frammistöðutengdra greiðslna) frá Barcelona. Framkvæmdastjóri Barcelona, Pep Segura, sagði í vikunni að félagið væri nálægt því að krækja í Dembele en Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, neitar því.

„Ég veit ekki af hverju Segura segir þetta. Barcelona er ekki skrefi nær því að fá Dembele. Kannski segir hann þetta til að halda fólki góðu eftir að Real Madrid yfirspilaði Barcelona í spænska Ofurbikarnum," segir Watzke.

Í Bild má sjá myndir af opnum ruslapokum í garðinum við húsið sem Dembele leigir af Klopp, húsgögn og föt sem eru skilin eftir. Bild lýsir ástandinu eins og handsprengju hafi verið kastað.

Dembele hefur verið gagnrýndur af liðsfélögum sínum.

„Ousmane er góður strákur en enginn leikmaður er stærri en liðið. Við þurfum leikmenn sem vilja vera hluti af fjölskyldunni. Svo virðist vera sem hann vilji það ekki," segir Sokratis.

Þá segir miðjumaðurin Gonzalo Castro að hegðun Dembele sé að skaða liðið.

Sjá einnig:
Upphitun fyrir þýsku deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner