fös 18. ágúst 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Klopp fékk ekki ráð hjá vini sínum um Crystal Palace
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace heimsækir Liverpool í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun í kjölfarið á 3-0 tapi gegn Huddersfield í fyrstu umferðinni. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er góður vinur David Wagner stjóra Huddersfield.

Klopp segist þó ekki hafa fengið neinar sérstakar ráðleggingar frá Wagner fyrir leikinn.

„Ég hef auðvitað rætt við hann. Hann sagði mér að neyða þá til að skora sjálfsmark eftir nokkrar mínútur," grínaðist Klopp.

„Ég leikgreini þá og þó að ég geti fengið allar ráðleggingar frá honum þá bað ég ekki um þær því þetta verður auðvitað allt öðruvísi leikur. Þannig hugsum við þetta."

Crystal Palace hefur unnið í síðustu þremur leikjum gegn Liverpool á Anfield. Klopp hefur skoðað Palace liðið vel fyrir leikinn á morgun.

„Auðvitað sáum við leikinn (um síðustu helgi) og leikina á undirbúningstímabilinu hjá Crystal Palace," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner