Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. ágúst 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvort Man Utd bæti við leikmanni - Mourinho sáttur
Saddur og sáttur.
Saddur og sáttur.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segist ekki setja pressu á að fá fleiri leikmenn til félagsins áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.

Mourinho vildi fá fjóra nýja leikmenn í hópinn í sumar en þeir Romelu Lukaku, Nemanja Matic og Victor Lindelof eru komnir til félagsins á samtals 150 milljónir punda.

Aðspurður hvort hann reikni með fleiri leikmönnum sagði Mourinho: „Ég held ekki. Ekki nema eitthvað gerist sem lætur okkur fara aftur á markaðinn."

Ed Woodward, framkvæmdastjóri United, hefur fengið þau skilaboð frá Mourinho að það sé ekkert stress á að landa fjórða leikmanninum í sumar.

„Ég sagði Herra Woodward að áætlun mín hefði auðvitað verið að fá fjóra menn. Ég sagði líka við hann 'vertu rólegur, það er engin pressa frá mér. Gerðu það sem þú telur að sé best fyrir félagið."

„Við eigum aftur félagaskiptaglugga í janúar og næsta sumar og það er engin pressa frá mér. Ég er ánægður með hópinn sem við höfum og er tilbúinn í slaginn án þess að fá fjórða leikmanninn. Ef við erum hættir á markaðinum þá er ég góður. Ég er klár."
Athugasemdir
banner
banner
banner