fös 18. ágúst 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
„Þetta er annað tækifæri fyrir Gylfa"
Icelandair
Gylfi var kynntur fyrir stuðningsmönnum Everton í gær.
Gylfi var kynntur fyrir stuðningsmönnum Everton í gær.
Mynd: Getty Images
„Hann var klárlega efstur á óskalista (Ronald) Koeman í sumar. Hann kemur með sköpunargleði sem Everton þarf," sagði Mike Keegan, blaðamaður hjá Daily Mail, í samtali við Fótbolta.net í vikunni aðspurður út í félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar.

„Þetta er mikið áfall fyrir Swansea og það verður áhugavert að sjá hvort að félagið hafi tíma til að kaupa menn í staðinn. Það er hins vegar ljóst að það kemur enginn maður til þeirra sem getur skapað jafnmörg færi og Gylfi gerði á síðasta tímabili."

Gylfi hefur dregið vagninn hjá Swansea undanfarin tímabil. Keegan telur að hann þurfi nú að sanna að hann geti staðið sig hjá stærra félagi.

„Everton er stærra félag en Swanesa. Gylfi hefur eitthvað að sanna eftir það sem gerðist hjá Tottenham. Hann náði ekki að sýna það sem fólk bjóst við hjá Tottenham og í kjölfarið fór hann aftur til Swansea. Fyrir mér er þetta annað tækifæri hans til að sanna fyrir fólki að hann geti staðið sig með stóru félagi."

„Ég tel að þetta sé gott umhverfi fyrir hann. Hann er frábær leikmaður en ég sé hann ekki labba beint inn í liðið hjá Chelsea, United og City. Þetta er gott fyrir hann. Þetta er lið sem er að reyna að komast inn í topp sex og ég held að Sigurðsson geti látið ljós sitt skína þar. Stuðningsmenn Everton kunn að meta góðan fótbolta og ég held að hann eigi eftir að standa sig vel."


Everton spilar 3-4-1-2 en á meðal nýju samherja Gylfa er Wayne Rooney sem kom til Manchester United.

„Það verður áhugavert að sjá þá saman. Rooney vill eiga Hollywood spyrnur yfir völlinn og það verður gaman að sjá hvernig þeir smella saman. Ég sé ekki af hverju þeir ættu ekki að geta spilað saman í liði. Rooney er sjálfur hættur að vera fremsti maður og orðinn meira skapandi. Þetta stefnir í að verða spennandi sóknarlið og ég held að báðir leikmennirnir geti hjálpað hvor öðrum," sagði Keegan að lokum.

Sjá einnig:
Risa viðtal við Gylfa um félagaskiptin
Uppboð: Everton treyja árituð af Gylfa - Hæsta boð 200 þúsund
Myndband: Gylfi kynntur fyrir stuðningsmönnunum í kvöld
Gylfi: Skil við Swansea á góðum nótum
Gylfi: Gæti tekið 1-2 ár að spila í Meistaradeildinni
Gylfi: Væri synd að taka föstu leikatriðin frá mér
Gylfi var kynntur með víkingaklappi - Ætlar sjálfur ekki að stjórna því
Koeman hefur reynt að kaupa Gylfa í mörg ár
Gylfi um svakalegt leikjaprógram: Þetta er það sem maður vill gera
Gylfi: Frábært að íslensku félögin fá hluta af upphæðinni
Gylfi: Margir dagar sem maður bjóst við að eitthvað myndi koma upp á
Everton eina liðið sem Gylfi hafði áhuga á - Reyndu við hann í fyrra
Gylfi: Hlakka mjög mikið til að spila með Rooney
Gylfi reiknar með að spila á miðjunni hjá Everton
Gylfi: 14 árum seinna fékk ég loksins samning hérna
Gylfi kominn með treyjunúmer - Tekur númerið af Barry
Stuðningsmenn Swansea í sárum - Farnir að bóka fall
Gylfi þá og nú í Everton búningi
Koeman: Gerðum allt til að fá Gylfa
Gylfi: Þetta er félag með mikinn metnað
Gylfi orðinn leikmaður Everton (Staðfest)
Tottenham græðir vel á sölu Gylfa til Everton
Gylfi tekur föstu leikatriðin af Rooney og Baines
Fréttamaður Sky: Koeman brosti út að eyrum þegar hann talaði um Gylfa
Telur að Everton muni byggja liðið í kringum Gylfa
„Vinnum deildina og Meistaradeildina eftir kaupin á Gylfa"
Gylfi spilar mögulega gegn Manchester City
Koeman um Gylfa: Þurfum mörk í stað Lukaku
Gylfi stóðst læknisskoðun - Skrifar undir í dag
Sjö staðreyndir sem sýna að Gylfi er hverrar krónu virði
Ekki há upphæð ef Gylfi kemur Everton í Meistaradeildina
Svona skiptast milljónir Gylfa - Breiðablik og FH fá 90 milljónir
Ian Wright: Hörmulegt fyrir Swansea að missa Gylfa
Dýrustu fótboltamenn sögunnar - Gylfi verður á topp 40
Athugasemdir
banner
banner
banner