Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   sun 18. ágúst 2024 15:29
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca um Sterling: Fæ borgað fyrir að taka erfiðar ákvarðanir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það kom mörgum á óvart þegar Raheem Sterling var ekki valinn í leikmannahóp Chelsea sem tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í fyrsta stórleik enska úrvalsdeildartímabilsins.

Liðin eigast við í dag og svaraði Enzo Maresca spurningum á fréttamannafundi fyrir leik, en þetta verður fyrsti keppnisleikurinn hans við stjórnvölinn hjá Chelsea eftir að hafa verið ráðinn í sumar. Í dag mætir hann sínum fyrrum læriföður og einum af árangursríkustu þjálfurum heims, Pep Guardiola.

„Þetta er frábær stund sem ég ætla að njóta. Ég er stoltur að vera hérna og ég hlakka til stórleiksins í dag. Við ætlum að gera okkar besta í dag," sagði Maresca áður en hann var spurður út í fjarveru Sterling, en umboðsteymi hans gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Ég er þjálfarinn og ég fæ borgað fyrir að taka erfiðar ákvarðanir. Það er ekkert óeðlilegt við að leikmenn séu ósáttir með að vera ekki valdir í hóp."

   18.08.2024 14:51
Sterling ósáttur að vera ekki í hóp

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner